Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

LÍNU- OG TAUMATENGI

Vörunúmer: ST8956 og ST8970

Línu- og taumatengið er einföld leið til þess að tengja saman flugulínuna og frammjókkandi tauminn þegar lykkjur eru ekki til staðar hvorki á flugulínunni né taumnum. Lögun tengisins leyfir auðvelt rennsli um lykkjur stangarinnar.

Línu- og taumatengin eru af tveimur stærðum fyrir mismunandi sverar flugulínur:

ST8956, stærð 1 er fyrir línuþyngd 3 til 6
ST8970, stærð 2 er fyrir línuþyngd 7 til 12

Verđ Kr. 440,00
TAUMATENGI - BRAIDED LOOPS

Taumatengi frá Wychwood með lykkju fyrir flotlínu og sökklínu.

Vörunúmer: LE5218 fyrir sökklínu, LE5201 fyrir flotlínu og LE5225 fyrir flugulínuna í laxinn.

Verđ Kr. 990,00
TAUMATENGI - BRAIDED LOOPS.

Vörunúmer MR103 og MR104

Taumatengi með lykkju fyrir línur 2-5 og línur 5-8

Verđ Kr. 999,00
TAUMEFNI - DRENNAN SUB SURFACE GREEN

Loksins komið aftur! Hið vinsæla Drennan Sub Surface Green taumefni er nú fáanlegt á ný. Taumefnið er grænt. Styrkleikinn er 5 til 12 pund. 50 m eru á hverri spólu. Sverleikinn er frá 0,220 mm til 0,325 mm. 

Vörunúmer: KAS220-KAS325.

Verđ Kr. 990,00
TAUMEFNI - FROG HAIR

Vörunúmer GM90000 - GM90016

Frog Hair taumefnið er úr blöndu plastefna. Með sérstakri framleiðsluaðferð Gamma er tengingu sameindanna breytt þannig að taumefnið verður óvenju sterkt miðað við þvermál. Það er glært. Það eru 30 m  á hverri spólu en  25 m þegar styrkleikinn er kominn í 20 lb og yfir.

Taumefnið er til frá 5X - 4 lb og upp í 35 lb, þ.e. 5X, 4X, 3X, 2X, 1X, 0X, 00X og 20 lb, 26lb og 35 lb.

Verđ Kr. 990,00
TAUMEFNI - FROG HAIR FLUOROCARBON

Vörunúmer GM92002 - GM 92009

Frog Hair taumefnið er úr PVDF fluorocarboni. Með sérstakri framleiðsluaðferð Gamma er tengingu sameindanna breytt þannig að taumefnið verður óvenju sterkt miðað við þvermál. Það er glært. Það eru 25 m á hverri spólu en 20 m eru á sverustu gerðinni.

Taumefnið er til í átta sverleikum. Sex grennstu taumefnin, 5X til 0X eru á kr. 1.990 en sverustu tvö efnin, 17,6 lb (#16) og 22 pund eru á kr. 2.200.

TAUMEFNI - KAMASAN

Vörunúmer: KA0148-KA0260
Taumefnið er fölgrænt. Styrkleiki er 3 til 12 pund. 50m. á hverri spólu.

Verđ Kr. 890,00
TENGIHRINGIR

Vörunúmer: ST3677 og ST3684

Tengihringirnir eru framleiddir úr sterkri léttri málmblöndu. Þeir gera það kleift að skipta um taumefni með einföldum og fljótlegum hætti án þess að stytta frammjókkandi tauminn en tengihringurinn er festur í enda hans. Lögun hringsins er með jafnt yfirborð og hann hentar bæði fyrir flot- og sökktauma. Hringurinn hefur ekki áhrif á flugukastið sjálft.

Hringirnir eru af tveimur stærðum:

ST1367, stærð 1 er 2,0 mm í þvermál, vegur 0,002 grömm og þolir 4 kg togstyrk.
ST1368, stærð 2 er 2,5 mm í þvermál, vegur 0,005 grömm og þolir 8 kg togstyrk.

Verđ Kr. 890,00
1 2 3

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk. er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu. Þetta er 100 m²...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...