Allar vörur vikunnar
Scott FLEX

var fyrst kynnt á IFTD sýningunni í Orlando á Flórída í júlí 2016. Hún fékk strax lofsamlega dóma enda er stöngin fallega hönnuð og völundarsmíð.

Í stönginni er beitt nýjustu tækni Scott sem er að finna í Radian og Meridian verðlaunastöngunum, svo sem X core tækninni til þess að auka á tilfinningu veiðimannsins fyrir vinnslu stangarinnar og ARC (Advance Reinforced Carbon) til þess að auka snúningsátak og styrk stangarinnar.

John Duncan, sem er þaulkunnugur Scott stöngunum og rekur Telluride Angler veiðivöruverslunina í Telluride, Colorado, hef fjallað ýtarlega um Flex stöngina. Mat hans er að finna hér.

Fyrstu eintökin af Flex stönginni eru þegar komin til landsins en reiknað er með að stöngin verði til í góðu úrvali fyrir næstu veiðivertíð.

Vörunúmer: SCFX9064 og SCFX9084.

Scott MERIDIAN

Scott hefur nú endurtekið afrekið frá árinu 2013 þegar Radian stöngin var valin „Best new Freshwater Fly Rod“ og sú nýjung sem skaraði helst fram úr á sýningunni en þá var hún einnig valin „Best of Show“. Nú, 2015, er það Meridian stöngin sem var valin „Best of Show“ og „Best new Saltwater Fly Rod“. Menn þurfa þannig ekki að leita lengra vilji þeir stöng sem skarar fram úr.

 

Fyrsta Scott stöngin, sem náði verulegum vinsældum hér á landi, var STS stöngin. Hún var hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu en þessi hraða og snarpa stöng féll vel að íslenskum aðstæðum þar sem vindur gerir mönnum oft erfitt fyrir.  Stangir til veiða í sjó geta þess vegna verið ákjósanlegar til veiða í ferskvatni við ákveðnar aðstæður. Árvík hefur trú að Meridian nái sömu vinsældum og STS gerði hérna áður.

Yellowstone Angler hefur gert samanaburð á Meridian-stönginni og öðrum stöngum fyrir línu 8. Skýrsluna má finna hér. Þeir, sem kjósa myndræna frásögn af matinu geta fengið hana hér: https://www.youtube.com/watch?v=r5h1Ky_HrLc.

Hér fjallar Jim Bartchi um Meridian stöngina: https://www.youtube.com/watch?v=ksuLkidYEG8. 


Vörunúmer: SCMS9064, SCMS9074, SCMS9084 og SCMS9094.

Scott RADIAN

RADIAN er nýjasta stöngin frá Scott til veiða í ferskvatni. Á IFTD sýningunni í Las Vegas sumarið 2013 var hún valin "Best New Freshwater Fly Rod". Hún skaraði einnig fram úr öðrum nýjungum á sýningunni og var valin "Best of Show".

Hvernig fór Scott að þessu? Með því að sameina ReAct og X-Core tæknina nær Scott að sameina hraða og tilfinningu. Veggþykktin í stönginni er minnkuð en FiberFuse resínið nær fram 20% meiri styrk en venjuleg Epoxy resín. Titanium lykkjurnar eru frá Snake Brand. Þær eru ryðfríar og hannaðar til þess að línan renni betur í gegnum þær. ARC (advanced reinforced carbon) vinnur gegn snúningsátaki sem eykur nákvæmni kastsins. Náttúruleg áferð stanganna gerir þær sérstakar.

Fyrstu stangirnar komu til landsins í september 2013. Stöngin er til á lager hjá okkur fyrir línu 4, 5, 6, 7, 8 og 9 í níu feta lengd, 9,5 feta fyrir línu 8 og fyrir línuþyngdir 4 til 8 í tíu fetum. Stöngin er ekki framleidd fyrir þyngri línur.

Hér er myndband um Scott Radian með Jim Bartschi stangarhönnuði Scott.

www.youtube.com/watch

Vörunúmer: SCR9044, SCR9054, SCR9064, SCR9064FB, SCR9074, SCR9084, SCR9094, SCR9584, SCR10044, SCR10054, SCR10064, SCR10074 og SCR10084.

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nıjustu fréttir
Fishpond...
Nýi vörulistinn frá Fishpond fyrir 2017 er kominn út. Hann má finna hér. Í listanum er að finna...
C & F box á útsölu...
Í ágúst og út september býður ÁRVÍK öll flugubox frá C&F Design á 30%...
Nı viğskiptasambönd...
Fyrir nokkru var gengið frá því að ÁRVÍK mun taka að sér dreifingu á Mepps spónum...
Nı heimasíğa í...
Nú er unnið að endurbótum á heimasíðu okkar. Framvegis verður hún eingöngu helguð...
Nıjar frábærar...
ÁRVÍK hefur tekið að sér markaðssetningu á ARC-flugulínunum hér á landi en þessar...