Allar vörur vikunnar
STANGARHALDARAR

STANGARFESTINGARNAR

frá Richard Wheatley hafa sannað sig til margra ára á íslenskum markaði sem gæðavara. Þær eru með góðum sogskálum sem auðvelt er að festa á alla bíla. Þær eru gerðar fyrir fjórar samsettar stangir með fluguhjólunum á. Sterkar teygjur halda stöngunum föstum.

Stangarhaldararnir eru vönduð smíð úr góðum efnivið. Rafhúðað ál er notað í gerð þeirra og PVC hlutinn er sérstaklega meðhöndlaður til þess að auka endingu.

Stangarhaldararnir eru ekki ætlaðir til þess að flytja stangir um langan veg á miklum hraða. Mikilvægt er að gæta þess í upphafi og af og til að haldararnir hafi góða festu.

Þótt flestir reyndir veiðimenn þekki til notkunar á stangahöldurum er rétt engu að síður að vekja athygli á myndbandi um notkun þeirra. Einhvern tíma verður allt alltaf fyrst: https://www.youtube.com/watch?v=F3A_PMmdiqE

Vörunúmer: RW3589

Scott A4

Vörunúmer SCA48034 - SCSA410084

A4 stöngin kom á markað í ársbyrjun 2012. A4 stönginni er ætlað að taka við af A3 stönginni. Hún er meðalhröð stöng fyrir allar tegundir fiska. Hún er bæði fyrir veiðar í söltu vatni og fersku. Þessi vandaði frágangur kemur sér vel þegar veitt er í árósum við sjó, svo að ekki sé talað um veiði í sjó. Seltan getur við þessar aðstæður farið illa með fallega gripi sem eru ekki gerðir fyrir slíkar aðstæður og ryð komist í lykkjur t.d.

Allur frágangur á A4 stönginni er til fyrirmyndar. Korkurinn er í gæðaflokki, lykkjurnar vandaðar og samsetningarnar þannig að sem minnst fari fyrir samskeytum. Stöngin er heillökkuð. Stöngin er til á lager í flestum gerðum og öllum gerðum sem eru uppseldar af A3 stönginni. A4 stöngin er ekki til sem tvíhenda eins og var með A3 stöngina. Tvíhenduútgáfan af A4 stönginni er L2H.

Hér er myndband með Jim Bartschi um Scott A4

www.youtube.com/watch

Vöruúrvalið

Box

Fatnaður

Flugulínur

 

Hjól

Í veiðina


Smávara

 

Taumar, taumefni

Til hnýtinga

Töskur, pokar

 

Veiðistangir

Vöðlur og skór

Önglar

Viðskiptasambönd - Heimasíður

Smelltu hér til þess að skoða heimasíður samstarfsaðila okkar >

 

Gjafahandbók veiðimannsins

Smelltu hér til þess að skoða gjafahandbók veiðimannsins >

Afgreiðslutími: Skrifstofan er opin frá kl. 10:00 til kl. 12:00 og frá kl. 13:00 til kl.17:00 alla virka daga nema laugardaga. Skrifstofan er lokuð í hádeginu.

Yfir vetrarmánuðina, frá 1. október til loka mars er skrifstofan þó einungis opin eftir hádegi, frá kl. 13:00 til kl. 17:00.

 

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nıjustu fréttir
Vífilsstağavatn...
Veiðin í Vífilsstaðavatni hefst 1. apríl 2017, næsta laugardag. Á vef okkar er að finna...
Febrúarflugur í...
Í febrúar hafa FOS.is og Ármenn staðið fyrir skemmtilegum viðburði, Febrúarflugum, þar sem...
Vörukynning og...
ÁRVÍK verður með vörukynningu og veiðispjall hjá SVH – Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar...
Lukkupotturinn -...
Nú er búið að draga út nafn vinningshafans úr lukkupottinum. Vinningshafinn er: Ásta Valdís...
Wychwood vörur -...
ÁRVÍK er með jólaglaðning á Wychwood vörum. Við bjóðum þær nú...