Allar vörur vikunnar
ARC 99+ FLUGULÍNA

ARC 99+ flugulínurnar

eru einhverjar bestu fluglínur sem við hjá ÁRVÍK höfum prófað. Kostirnir eru margir:

  • Línurnar eru tvílitar og skipta lit á þeim stað þar sem línan hleður stöngina fyllilega. Línurnar eru framþungar, WF.
  • Línurnar eru hálfu númeri þyngri en uppgefin línuþyngd og henta þess vegna vel fyrir hinar nýju, hraðari stangir. Þær eru 27 metra langar (90 fet).
  • Kápan er úr pólýúreþan og heldur lögun sinni vel, bæði í köldu og heitu vatni.
  • Pólýtetrafluoróetýlen, sem er eitthver sleipasta efni sem er fáanlegt, er bætt í yfirborð kápunnar til þess að línan renni betur í lykkjunum og til þess að hrinda frá óhreinindum.
  • Þá eru rákir mótaðar eftir línunni endilangri þess að hún renni enn betur.
  • Það teygist einungis á línunni um 6% við átak sem gerir hana mjög næma.
  • Á báðum endum eru vel lagaðar, soðnar lykkjur, sem auðvelda skipti á taumum. Aftast á línunni er greinargóð merking sem getur um heiti línunnar, þyngd og gerð.
  • Línurnar eru fáanlegar í sex línuþyngdum, frá þyngd þrjú til átta.

Vörunúmer: AR0554, AR0555, AR0556, AR0557, AR0558 og AR0559.

KÆLITASKA - BLIZZARD SOFT COOLER

Vörunúmer: FP1536.

Þægileg kælitaska, vatnsheld og án lekavandamála. Margra laga einangrun heldur góðri kælingu. Utanáliggjandi vasar eru á hliðum og að framan.

AQUAZ DRY ZIP VÖĞLUR

Dry Zip eru öndunarvöðlur saumaðar úr fimm laga Aqualex® dúk frá Japan. Skálmar neðan hnés eru úr fimm laga dúk og hnéð er átta laga. Allir saumar eru límdir með efni frá Japan. Hné eru sérstaklega styrkt. Það er vatnsheldur rennilás að framan sem hægt er að renna alla leið niður í klof. Sokkurinn er úr 4 mm neopren. Tveir vasar eru á vöðlunum og er rennilásinn vatnsheldur. Litur er grængrár og svartur.

Stærðir: S, M, L, LT, XL

Vörunúmer: AQDRYZIP að viðbættri stærð, t.d. AQDRYZIPS er small

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nıjustu fréttir
Nı heimasíğa í...
Nú er unnið að endurbótum á heimasíðu okkar. Framvegis verður hún eingöngu helguð...
Nıjar frábærar...
ÁRVÍK hefur tekið að sér markaðssetningu á ARC-flugulínunum hér á landi en þessar...
Hlíğarvatn - Boğiğ...
Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum...
Unniğ til verğlauna...
IFTD fluguveiðisýningunni er nú að ljúka í Orlando í Florida. Þáttur í...
Veitt í Fossá og...
Í september 2013 fóru þrír starfsmenn Árvíkur saman í veiðiferð í Fossá en...