Allar vörur vikunnar
Scott FLEX

var fyrst kynnt á IFTD sýningunni í Orlando á Flórída í júlí 2016. Hún fékk strax lofsamlega dóma enda er stöngin sérlega fallega hönnuð og völundarsmíð. Kynningu Jim Bartschi frá sýningi í Atlanta í febrúar 2017 má finna hér.

Í stönginni er beitt nýjustu tækni Scott sem er að finna í Radian og Meridian verðlaunastöngunum, svo sem X core tækninni til þess að auka á tilfinningu veiðimannsins fyrir vinnslu stangarinnar og ARC (Advance Reinforced Carbon) til þess að auka snúningsátak og styrk stangarinnar.

John Duncan, sem er þaulkunnugur Scott stöngunum og rekur Telluride Angler veiðivöruverslunina í Telluride, Colorado, hefur fjallað ýtarlega um Flex stöngina. Mat hans er að finna hér.

Flex stöngin er til níu feta fyrir línuþyngdir 4, 5, 6, 7 og 8 og 10 feta fyrir línuþyngdir 5, 6, 7 og 8.

Vörunúmer: SCFX9044, SCFX9054, SCFX9064, SCFX9074, SCFX9084, SCFX1005, SCFX1006, SCFX10074 og SCFX10084.

Scott RADIAN

RADIAN er verðlaunastöngin frá Scott til veiða í ferskvatni. Á IFTD sýningunni í Las Vegas sumarið 2013 var hún valin "Best New Freshwater Fly Rod". Hún skaraði einnig fram úr öðrum nýjungum á sýningunni og var valin "Best of Show".

Hvernig fór Scott að þessu? Með því að sameina ReAct og X-Core tæknina nær Scott að sameina hraða og tilfinningu. Veggþykktin í stönginni er minnkuð en FiberFuse resínið nær fram 20% meiri styrk en venjuleg Epoxy resín. Titanium lykkjurnar eru frá Snake Brand. Þær eru ryðfríar og hannaðar til þess að línan renni betur í gegnum þær. ARC (advanced reinforced carbon) vinnur gegn snúningsátaki sem eykur nákvæmni kastsins. Náttúruleg áferð stanganna gerir þær sérstakar.

Stöngin er til á lager hjá okkur fyrir línu 4, 5, 6, 7, 8 og 9 í níu feta lengd, 9,5 feta fyrir línu 8 og fyrir línuþyngdir 4 til 8 í tíu fetum.

Hér er myndband um Scott Radian með Jim Bartschi stangarhönnuði Scott.

www.youtube.com/watch

Vörunúmer: SCR9044, SCR9054, SCR9064, SCR9064FB, SCR9074, SCR9084, SCR9094, SCR9584, SCR10044, SCR10054, SCR10064, SCR10074 og SCR10084.

Vöruúrvalið

Box

Fatnaður

Flugulínur

 

Hjól

Í veiðina


Smávara

 

Taumar, taumefni

Til hnýtinga

Töskur, pokar

 

Veiðistangir

Vöðlur og skór

Önglar

Viðskiptasambönd - Heimasíður

Smelltu hér til þess að skoða heimasíður samstarfsaðila okkar >

 

Gjafahandbók veiðimannsins

Smelltu hér til þess að skoða gjafahandbók veiðimannsins >

Afgreiðslutími: Skrifstofan er opin frá kl. 10:00 til kl. 12:00 og frá kl. 13:00 til kl.17:00 alla virka daga nema laugardaga. Skrifstofan er lokuð í hádeginu.

Yfir vetrarmánuðina, frá 1. október til loka mars er skrifstofan þó einungis opin eftir hádegi, frá kl. 13:00 til kl. 17:00.

 

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nıjustu fréttir
Mepps kemur fyrir...
ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á Mepps spónum hér á landi. Pöntun á...
Hlíğarvatnshreinsun...
Næstkomandi laugardag, hinn 29. apríl 2017, fer fram árleg hreinsun við Hlíðarvatn. Þá mæta...
Vífilsstağavatn...
Veiðin í Vífilsstaðavatni hefst 1. apríl 2017, næsta laugardag. Á vef okkar er að finna...
Febrúarflugur í...
Í febrúar hafa FOS.is og Ármenn staðið fyrir skemmtilegum viðburði, Febrúarflugum, þar sem...
Vörukynning og...
ÁRVÍK verður með vörukynningu og veiðispjall hjá SVH – Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar...