Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNİTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

KÆLITASKA - BLIZZARD SOFT COOLER

Vörunúmer: FP1536.

Þægileg kælitaska, vatnsheld og án lekavandamála. Margra laga einangrun heldur góðri kælingu. Utanáliggjandi vasar eru á hliðum og að framan.

Verğ Kr. 15.990,00
LODGEPOLE FISHING SATCHEL - HLIĞARTASKA Í VEIĞI

Þessi hliðartaska minnir á einfaldari daga þegar hægt var að skreppa í veiði með engum fyrirvara niður í á. Lodgepole Fishing Satchel hliðartöskuna má einnig nota sem hliðartösku innanbæjar.

Taskan er saumuð úr 16 oz vaxbornum segldúk. Í töskunni er stórt hólf með minni vösum og einum með rennilás. Minni vasar eru utaná töskunni og stór vasi að aftan með rennilás. Lokið er fest með silgju. Á töskunni er mittisól, sem má fjarlægja, ef óskað er. Innra byrðið er úr endurunnu efni. Þetta er óskataska þurrfluguveiðimannsins.

Stærð: 35 x 13 x 29 cm.

Vörunúmer: FP0293

Verğ Kr. 20.990,00
MITTISTASKA - ARROYO CHEST PACK

Arroyo brjóst- /beltispokinn frá Fishpond er gerður úr léttu, vantsheldu öndunarefni. Einn aðalvasi með þremur innri vösum og útrennanlegt flugubox. Með lykkjum og festingum fyrir margskonar aukatól og tæki.
Fæst í Driftwood lit. Þessi gerð var áður til í Cottonwood lit, vnr. FP2465, en sú gerð er uppseld.

Vörunúmer: FP8375

Hér er myndband um Arroyo Chest Pack.

www.youtube.com/watch

Verğ Kr. 13.990,00
MITTISTASKA - BLUE RIVER PACK

Mittistaska frá Fishpond. Taskan er úr léttu vatnsfráhrindandi öndunarefni. Það eru tveir stórir aðalvasar á Blue River Pack töskunni. Einn er með tveimur innri vösum, annar með útrennanlegu fluguboxi. Hún er með lykkjum og festingum fyrir margs konar aukatól og tæki.

Hún var til í tveimur litum, Khaki/Sage Green (FP1864) sem er uppseld og Silt (FP5299) sem er nýrri gerð og enn fáanleg.

Vörunúmer: FP5299. Stærð: 27 x 20 x 10 cm.

Hér er myndband um Blue River Pack.

www.youtube.com/watch

Verğ Kr. 17.900,00
MITTISTASKA - LOON FISHING SYSTEM

Vörunúmer LOF5003


Mittistaska fyrir allar græjur. Mittistaskan er uppseld og ekki lengur til hjá LOON.

Verğ Kr. 7.990,00
MITTISTASKA - WATERDANCE GUIDE PACK

Waterdance Guide Pack er mittistaska frá Fishpond. Taskan er úr léttu vatnsfráhrindandi öndunarefni. Það eru þrír stórir aðalvasar á töskunni. Einn er með tveimur innri vösum, annar með útrennanlegu fluguboxi og þriðji er stórt hólf. Hún er með lykkjum og festingum fyrir margs konar aukatól og tæki. Það eru tvö hólf fyrir drykkjarílát á mittistöskunni. Einnig er hægt að nota töskuna sem belti sem styður vel við bak.

Hér að neðan er umfjöllun um töskuna.

https://www.youtube.com/watch?v=HUYnBxOdae0


Vörunúmer : FP8467 (Litur: Driftwood)

Verğ Kr. 20.990,00
MITTISTASKA - YAMPA GUIDE LUMBAR

YAMPA GUIDE LUMBAR er mittistaska frá Fishpond. Taskan er úr léttu vatnsfráhrindandi öndunarefni. Það eru þrír stórir aðalvasar á töskunni. Einn er með tveimur innri vösum, annar með útrennanlegu fluguboxi og þriðji er stórt hólf. Hún er með lykkjum og festingum fyrir margs konar aukatól og tæki. Það eru tvö hólf fyrir drykkjarílát á mittistöskunni. Einnig er hægt að nota töskuna sem belti sem styður vel við bak.

Hér að neðan er umfjöllun um töskuna.

https://www.youtube.com/watch?v=kWQV72wsDI4

Vörunúmer: FP5428

Verğ Kr. 29.990,00
POKI SEM HELDUR ŞURRU - WESTWATER POUCH.

Flottur vatnsheldur poki frá Fishpond sem er tilvalinn í veiðina fyrir símann og myndavélina. Hægt er að festa pokann í belti.

Vörunúmer : FP4537

Verğ Kr. 4.990,00
1 2 3 4 5 6 7 8 9

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nıjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk. er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu. Þetta er 100 m²...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboğ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafğu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...