Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

TAILWATER VÖĐLUR

TAILWATER vöðlurnar

eru til í yfirstærð, bæði sem neoprene vöðlur og öndunarvöðlur, í stærð XXL. Þær eru einnig til neoprene í stærð LL.

Vöðlurnar eru með bót til styrktar á hné. Þær eru með sandhlif til þess að sandur fari ekki í völuskóna.

Vörunúmer neoprene: TW100006 (LL) og TW100008 (XXL).

Vörunúmer öndunarvöðlur: TW102008 (XXL) og TW102009 (L).

Verđ Kr. 19.900,00
VÖĐLUSKÓR - AQUAZ
BB212FS Aquaz vöðluskórnir eru úr leðri (Young-Buck) og Cordura Nylon efni en þétt net hleypir vatni út á hliðum. Skórnir eru með þéttum filtsóla. Naglar fylgja með og má standsetja ef óskað er og taka úr að vild. Tá og hæll er varinn í skónum. Öklinn er verndaður með fóðringu. Tungan er vatnsheld og heldur úti sandi. Litur er grænn, mosagrænn og brúngrár.

Stærðir eru 9 (40/41), 10 (42/43), 11 (44/45), 12 (46/47) og 13 (48).

Rétt er að vekja athygli á að skóstærðir hér að ofan eru venjuleg númer. Gera þarf ráð fyrir að vöðlusokkur komist fyrir í skónum. Veiðimenn þurfa þannig að bæta einu, oftast tveimur, númerum við þá skóstærð sem þeir nota venjulega.

Vörunúmer: AQBB212FS og síðan er 09, 10, 11, 12 eða 13 bætt við vörunúmerið til að ákvarða skóstærðina.

 
Verđ Kr. 22.900,00
VÖĐLUSKÓR - AQUAZ
BB212R Aquaz vöðluskórnir eru úr leðri (Young-Buck) en þétt net hleypir vatni út á hliðum. Skórnir eru með Vibram-gúmmísóla. Naglar fylgja með og má standsetja ef óskað er og taka úr að vild. Tá og hæll er varinn í skónum. Öklinn er verndaður með fóðringu. Tungan er vatnsheld og heldur úti sandi. Litur er grár.
 

Stærðir eru 9 (40/41), 12 (46/47) og 13 (48).

Rétt er að vekja athygli á að skóstærðir hér að ofan eru venjuleg númer. Gera þarf ráð fyrir að vöðlusokkur komist fyrir í skónum. Veiðimenn þurfa þannig að bæta einu, oftast tveimur, númerum við þá skóstærð sem þeir nota venjulega.

Verđ Kr. 26.900,00
1 2

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...