Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Scott F2

F2 stöngin lítur út eins og rándýr bambusstöng en hún er smíðuð úr trefjagleri. Hún sækir þannig uppruna sinn í fortíðina en það er það eina sem hún á sameiginlegt með bambusstöngunum. Hún kom á markað 2011.

Stöngin er hönnuð fyrir nákvæm köst og veiðar í minni ám í þeim tilgangi að veita skemmtilega tilfinningu þegar átt er við silung með léttum búnaði og línu.

Stöngin er m.a.  til á lager fyrir línu fimm, átta fet og tveir þumlungar að lengd. Hún vegur undir 80 grömmum (2.8 oz). F2 stöngin er einnig fáanleg í styttri lengdum fyrir línuþyngdir 2, 3 og 4. Einungis stangir fyrir línu 3, 4 og 5 eru lagervara.

Hér er myndband með Jim Bartschi þar sem hann fjallar um Scott F2 stöngina:

www.youtube.com/watch

Vörunúmer: SCF27033, SCF27743 og SCF28254

Verđ Kr. 118.900,00
Scott FLEX

var fyrst kynnt á IFTD sýningunni í Orlando á Flórída í júlí 2016. Hún fékk strax lofsamlega dóma enda er stöngin sérlega fallega hönnuð og völundarsmíð. Kynningu Jim Bartschi frá sýningi í Atlanta í febrúar 2017 má finna hér.

Í stönginni er beitt nýjustu tækni Scott sem er að finna í Radian og Meridian verðlaunastöngunum, svo sem X core tækninni til þess að auka á tilfinningu veiðimannsins fyrir vinnslu stangarinnar og ARC (Advance Reinforced Carbon) til þess að auka snúningsátak og styrk stangarinnar.

John Duncan, sem er þaulkunnugur Scott stöngunum og rekur Telluride Angler veiðivöruverslunina í Telluride, Colorado, hefur fjallað ýtarlega um Flex stöngina. Mat hans er að finna hér.

Flex stöngin er til níu feta fyrir línuþyngdir 4, 5, 6, 7 og 8 og 10 feta fyrir línuþyngdir 5, 6, 7 og 8. Verðið er mun lægra en var þegar hún kom fyrst á markað. Það er nú kr. 64.900.

Vörunúmer: SCFX9044, SCFX9054, SCFX9064, SCFX9074, SCFX9084, SCFX1005, SCFX1006, SCFX10074 og SCFX10084.

Verđ Kr. 59.900,00
Scott G2

G2 er stöngin sem Scott er einna þekktast fyrir í Bandaríkjunum. Þetta er stöngin fyrir silungsveiðimanninn sem vill meðalhraða stöng sem fer vel með grannan taum, jafnvel 7X. Flestar stangirnar eru af styttri gerðinni, enda fyrir létta línu. Stangirnar, sem ÁRVÍK er með á lager eru þó fyrir aðeins þyngri línur, þ.e. 3,4, 5, 6 og 7 og frá átta til níu fet á lengd. G2 stöngin er sett saman með broddendum. Hún er enn ein völundarsmíðin frá Scott.

Hér er myndband með John Duncan, sem eitt sinn vann hjá Scott, og Jim Bartschi:

www.youtube.com/watch

Hér er annað myndband um G2 stöngina frá Fly Fishing Outfitters:

www.youtube.com/watch

G2 stangir sem Scott býður uppá eru sem hér segir:

Línuþyngd223334444555667
Lengd ft.7,78,47,78,48,87,78,48,89,08,48,89,08,89,09,0
Fj. hluta444444444444444

Verđ Kr. 119.900,00
Scott GS

GS stöngin er framhald af G2 stönginni en G2 stöngin hefur verið flaggskip Scott sem silungastöng allt frá árinu 1976, þó með nokkrum breytingum.

GS stöngin vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í Flórída í júlí 2017 og var þar valin besta nýja stöngin til veiða í ferskvatni. Viðtal við Jim Bartschi, hönnuð stangarinnar sem tekið var á sýningunni má finna hér.

G series stangirnar frá Scott hafa árum saman verið einstakar stangir fyrir þá silungsveiðimenn, sem vilja meðalhraða stöng, sem fer vel með grannan taum, jafnvel 7X. Nú er þessi gerð orðin enn betri en Scott hefur náð að gera GS stöngina sveigjanlegri, sterkari og 20% léttari.

GS stöngin er til lager í þremur gerðum. Þær eru allar 9 feta en fyrir línu 4, 5 og 6. Stöngin er í fjórum hlutum. Vörunúmer: SCGS9044, SCGS9054 og SCGS9064.

Verđ Kr. 124.900,00
Scott L2H tvíhendur

L2H tvíhendan kom á markað um leið og A4 stöngin. Hún er í gæðaflokki með A4 stönginni og er allur frágangur svipaður. Korkurinn er í sama gæðaflokki og lykkjurnar og hjólsætið sömuleiðis. Styttri stangirnar eru reyndar einhendur sem bjóða upp á þann möguleika að veitt sé á þær eins og tvíhendu. Scott kallar þær two hand assist stangir. Scott var brautryðjandi í gerð slíkra stanga með ARC 11964 stönginni.

Eftirfarandi sex gerðir eru til á lager:

11 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 6, 11,5 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 7, 12,5 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 6 og 7, 13 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 8 og 14 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 9. Þessi stöng hefur hentað einkar vel í Rangárnar, og hefur þá L2H 13084 oftast orðið fyrir valinu.

Hér er myndband með Jim Bartschi þar sem hann segir frá Scott L2H:

www.youtube.com/watch

Vörunúmer: SCL2H11064, SCL2H11574, SCL2H12564, SCL2H12574, SCL2H13084 og SCL2H14094

Scott LS2

LS2 stangirnar eru meðalhraðar tvíhendur sem fara auðveldlega með allar línugerðir. LS2 er til í eftirfarandi línuþyngdum og lengdum:

Línuþyngd

6

7

8

Lengd ft.

12

13

14

Fj. Hluta

4

4

4

Vörunúmer: SCLS212064, SCLS213074 og SCLS214084. SCLS215094 er uppseld.

Verđ Kr. 89.900,00
Scott M

M stöngin frá Scott er ávöxtur af sérsmíði þeirra fyrir viðskiptavini. Stöngin er íburðarmesta einhendan frá Scott og sannkölluð listasmíð.

Stöngin er fáanleg í níu gerðum frá Scott, þ.e. fyrir línuþyngdir frá 3 til 10. Tvær gerðir eru á lager, þ.e. fyrir línu 7 og 8.

Hér er myndband með Jim Bartschi, þar sem hann ræðir um Scott M stöngina:

www.youtube.com/watch

Vörunúmer:  SCM9574 - SCM9084

Verđ Kr. 159.900,00
Scott MERIDIAN

Scott hefur nú endurtekið afrekið frá árinu 2013 þegar Radian stöngin var valin „Best new Freshwater Fly Rod“ og sú nýjung sem skaraði helst fram úr á sýningunni en þá var hún einnig valin „Best of Show“. Nú, 2015, er það Meridian stöngin sem var valin „Best of Show“ og „Best new Saltwater Fly Rod“. Menn þurfa þannig ekki að leita lengra vilji þeir stöng sem skarar fram úr.

 

Fyrsta Scott stöngin, sem náði verulegum vinsældum hér á landi, var STS stöngin. Hún var hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu en þessi hraða og snarpa stöng féll vel að íslenskum aðstæðum þar sem vindur gerir mönnum oft erfitt fyrir.  Stangir til veiða í sjó geta þess vegna verið ákjósanlegar til veiða í ferskvatni við ákveðnar aðstæður. Árvík hefur trú að Meridian nái sömu vinsældum og STS gerði hérna áður.

Yellowstone Angler hefur gert samanaburð á Meridian-stönginni og öðrum stöngum fyrir línu 8. Skýrsluna má finna hér. Þeir, sem kjósa myndræna frásögn af matinu geta fengið hana hér: https://www.youtube.com/watch?v=r5h1Ky_HrLc.

Á eftirfarandi myndskeiðinu fjallar Jim Bartschi um Meridian stöngina: https://www.youtube.com/watch?v=ksuLkidYEG8. 


Vörunúmer: SCMS9064, SCMS9074, SCMS9084 og SCMS9094.

Verđ Kr. 149.900,00
1 2 3 4

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...