Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Scott T2H

Scott T2H stangirnar eru meðalhraðar tvíhendur. Þær voru gerðar fyrir allar tegundir af línum og voru til í ýmsum línuþyndum og lengdum, en einungis 15 feta stöngin fyrir línu 9 og 12,5 feta stöngin fyrir línu 8 eru til á lager. Vörunúmerin eru SCT2H12584 og SCT2H15094. Scott T3H stöngin hefur tekið við af T2H.

Línuþynd89
Lengd ft.12,615,0
Fj. hluta44

Verđ Kr. 149.900,00
Scott T3H tvíhendur

Scott T3H stangirnar eru hraðar tvíhendur með REC nickel titanium lykkjum. Styttri stangirnar má reyndar einnig nota sem einhendur en þær bjóða upp á þann möguleika að veitt sé á þær eins og tvíhendu. Scott kallar þær two hand assist stangir en aðrir framleiðendur, sem hafa hermt eftir Scott í þessu efni, nota yfirleitt nafnið Switch-stangir. Scott var brautryðjandi í gerð slíkra stanga með ARC 11964 stönginni. Þær eru gerðar fyrir allar tegundir af línum og eru til í eftirfarandi línuþyndum og lengdum:

Lína46677888991010
Lengd "10,611,012,812,813,611,012,813,614,015,015,016,0
Fj. Hluta444444444444

Fjórar gerðir eru til á lager:

11 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 6; 12,8 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 6 og fyrir línu 8 og 13,6 feta stöng í fjórum hlutum fyrir línu 8.

Vörunúmer: SCT3H11064 - SCT3H12864 - SCT3H12864 - SCT3H13584.

Verð á 11 feta stönginni er kr. 139.900 en kr. 159.900 á tvíhendunum.

SCOTT TIDAL

Tidal stöngin frá Scott er hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu. Hún er hröð, og hleður hratt, en þrátt fyrir það er hún nákvæm. Mikill vindur og þungar flugur eru aðstæður sem Tidal stöngin er hönnuð til þess að ráða vel við.

Þá má geta þess að hin vinsæla STS stöng frá Scott, var einnig framleidd fyrir Karíbahafið. Nokkrar gerðir eru enn fáanlegar af þeirri stöng. Framleiðendur Scott segja að erfiða kastið sé mikið auðveldara með Tidal stönginni. Líkt og allar Scott stangir þá er Tidal framleidd í Bandaríkjunum og er með lífstíðarábyrgð.

Tidal stöngin er til á lager fyrir línu sjö, átta og níu, vörunúmer SCT9074, SCT9084 og SCT9094.

Verđ Kr. 79.900,00
TRUEFLY FLUGUSTANGIR

Truefly stangir 8 og 9 feta flugustangir frá Wychwood úr fjölþátta carboni

Vörunúmer LE0768 og  LE9435.

 • Meðalhraðar flugustangir. (Medium fast)
 • Í 3 hlutum
 • Hjólasæti úr hágæða áli
 • Handfang úr fyrsta flokks korki
 • Samsetning auðveld með merkingum (lykkjur standast alltaf á)
 • Stangarpoki og harður hólkur úr Cordura efni fylgir

Verð er kr. 19.990 (8 fet, lína 3/4) og kr. 22.990 (9 fet, lína 5/6). 

TRUEFLY SLA FLUGUSTANGIR

Truefly SLA flugustangir.

Stangir fyrir línur #4, #5 og #8.

8,6-10,0 fet.

Truefly SLA stangir 8,6-10,0 feta flugustangir frá Wychwood úr fjölþátta carboni

 • Meðalhraðar flugustangir. (Medium fast)
 • Í 4 hlutum
 • Hjólasæti úr hágæða áli
 • Handfang úr fyrsta flokks korki
 • Samsetning auðveld með merkingum (lykkjur standast alltaf á)
 • Stangarpoki og harður hólkur úr Cordura efni fylgir.   

Vörunúmer: LE7259 (lína 4), LE7266 (lína 5), LE7303 (lína 7) og LE6040 (lína 8).

Verð er frá kr. 22.900 (lína 4 og 5) til 24.990 (lína 7 og 8).

ULTRA FLY FISHING STANGARSETT

Scientific Anglers Ultra stangarsett

Tilboð 19.990

Fluguveiðisett frá Scientific Anglers er með stöng, hjóli, baklínu, flugulínu og taumi. Settið er fyrir línuþyngd 5. Stöngin er níu feta í fjórum hlutum. Hún er í hólki sem rúmar stöngina og hjólið.

Vörunúmer: SA67326

Verđ Kr. 19.990,00
WYCHWOOD AURA - FLUGUSTÖNG

Níu feta hröð flugustöng frá Wychwood. Stöngin fékk verðlaun á EFTTEX-veiðivörusýningunni 2009  sem ,,Best New Fly Rod - runner up“.

 • Úr fjölþátta carboni
 • Í 4 hlutum
 • Hjólasæti úr hágæða áli
 • Handfang úr fyrsta flokks korki
 • Samsetning auðveld með merkingum (lykkjur standast alltaf á)
 • Stangarpoki og harður hólkur úr Cordura efni fylgir

Vörunúmer: LE6846 (fyrir línu 5) og LE6877 (fyrir línu 7).

Verđ Kr. 38.990,00
1 2 3 4

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...