Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Scott RADIAN

RADIAN er verðlaunastöngin frá Scott til veiða í ferskvatni. Á IFTD sýningunni í Las Vegas sumarið 2013 var hún valin "Best New Freshwater Fly Rod". Hún skaraði einnig fram úr öðrum nýjungum á sýningunni og var valin "Best of Show".

Hvernig fór Scott að þessu? Með því að sameina ReAct og X-Core tæknina nær Scott að sameina hraða og tilfinningu. Veggþykktin í stönginni er minnkuð en FiberFuse resínið nær fram 20% meiri styrk en venjuleg Epoxy resín. Titanium lykkjurnar eru frá Snake Brand. Þær eru ryðfríar og hannaðar til þess að línan renni betur í gegnum þær. ARC (advanced reinforced carbon) vinnur gegn snúningsátaki sem eykur nákvæmni kastsins. Náttúruleg áferð stanganna gerir þær sérstakar.

Stöngin er til á lager hjá okkur fyrir línu 4, 5, 6, 7, 8 og 9 í níu feta lengd, 9,5 feta fyrir línu 8 og fyrir línuþyngdir 4 til 8 í tíu fetum.

Hér er myndband um Scott Radian með Jim Bartschi stangarhönnuði Scott.

www.youtube.com/watch

Vörunúmer: SCR9044, SCR9054, SCR9064, SCR9064FB, SCR9074, SCR9084, SCR9094, SCR9584, SCR10044, SCR10054, SCR10064, SCR10074 og SCR10084.

Verđ Kr. 119.900,00
SCOTT RADIAN tvíhendur

Nú býðst aðdáendum Radian stangarinnar loks að fá þessa verðlaunastöng sem tvíhendu. Radian tvíhendan er meðal helstu nýjunga Scott fyrir veiðivertíðina 2016.

Scott býður hana nú í fjórum gerðum, og þrjár þeirra eru til á lager hjá okkur, fyrir línuþyngdir sjö, átta og níu. Þær eru allar í fjórum hlutum. Stöngin er einnig smíðuð fyrir línuþyngd 10 ef menn vilja.

R12574 er tólf og hálf feta stöng fyrir línu sjö í fjórum hlutum, R13084 er 13 feta fyrir línu átta og R14094 er fjórtán feta fyrir línu níu. Scott lýsir stönginni svo:

Hún er létt í hendi, hleður vel og veitir veiðimanninum næma tilfinningu fyrir vinnslunni. Stöngin vinnur jafnvel,  hvort sem fiskurinn er nálægt eða fjarri við hinn bakkann. Stöngin stýrir línunni af sömu nákvæmni.

Radian tvíhendan er smíðuð með bestu fáanlegu íhlutum sem bjóðast fyrir tvíhendur. Hjólsætið er unnið úr áli og vandlega húðað. Línuhringirnir eru úr títaníum með SiC hringjum en Si (Silica) og C (carbide) mynda saman bestu  vörn fyrir flugulínuna. Lykkjurnar eru Universal lykkjur frá Snake Brand. Þær njóta einkaleyfisverndar. Handfangið er unnið úr besta fáanlega korki frá Portúgal.

Og hvaða línu á svo að nota? Á vef Scott má finna tillögur um þær línur sem Scott mælir með fyrir viðkomandi stangir. Í þessu tilviki má velja Scandi, Spey línur með löngum „belly“ eða Skagit línur. Þitt er valið.

Vörunúmer: SCR12574, SCR13084 og SCR14094

Verđ Kr. 209.900,00
Scott S3

S3 stöngin frá Scott á tilurð sína að þakka nánu samstarfi Scott við umboðsmenn sína og ráðgjafa. Stöngin fellur mjög vel að þeim ábendingum sem komið hafa frá Íslandi. S3 stöngin er til fyrir línu fjögur til átta en fyrir þá sem vilja veiða á línu níu verður S3S stöngin fyrir valinu. Hún er til níu feta fyrir línu 9 í fjórum hlutum (S3S9094). S3 stöngin er til í línuþyndum 8 og neðar og þessum lengdum:

Línuþyngd

4

5

6

8

9

Lengd ft.

9

9

10

9

9

Fj. Hluta

4

4

4

4

4

Verđ Kr. 99.900,00
Scott S4

S4 er hröð stöng með REC nickel titanium lykkjum. Scott ákvað að nota 3 tegundir af karbon fiber í þessa stöng. Það gefur meiri nákvæmni í köstum, færslan úr kastinu verður betri og flytur betur kraftinn úr stönginn í línuna.

Hér er myndband með Jim Bartschi þar sem hann fjallar um Scott S4:

www.youtube.com/watch

S4 stöngin er til í eftirfarandi línuþyngdum og lengdum:

Línuþynd33456667778889
Lengd ft8,09,09,09,09,09,5109,09,5109,09,5109,0
Fj. hluta44444444444444

 Vörunúmer: SCS48034 - SCS49034 - SCS49044 - SCS49054 - SCS49064  - SCS49084 - SCS49094 - SCS49564 - SCS49574 - SCS49584 - SCS410064

Verđ Kr. 109.900,00
Scott SAS

SAS stöngin er "medium fast" og fyrsta val margra sem vilja reyna fyrir sér í veiði. Stöngin er nú einungis til sem einhenda fyrir línu níu, níu feta löng sem er góð byrjendastöng í laxveiði.

Línuþyngd

9

Lengd ft.

9

Fj. Hluta

2

Verđ Kr. 27.000,00
SCOTT SC BAMBUSSTÖNG.

Bambusstöngin frá Scott, sem við eigum á lager, er í þremur hlutum. Hún er 7, 2 fet að lengd og fyrir línu 3. Þessi stöng er sannkölluð meistarasmíði. Scott býður stöngina í samvinnu með Naoki Hashimoto frá Hokkaido í Japan. Hann er talinn vera einn af þeim bestu í heiminum í stangarsmíði á "splil cane" stöngum úr bambus.

Stöngin er mjúk, hleður alveg niður í haldfang og er ótrúlega nákvæm. Stöngin er hönnuð fyrir veiði í minni ám til að veita mestu ánægu við veiðar. Útlit hennar er stílhreint og mjög fallegt. Stangarlykkjur og -augu eru frá Snakebrand. Þær eru ryðfríar og hannaðar til þess að línan renni sem best í gegnum þær. Stöngin er með lífstíðarábyrð.  Auka- eða varatoppur fylgir stönginni.

Og hvernig fluguhjól á að nota á svona glæsigrip. Við mælum með afmælisútgáfunni frá Franco Vivarelli, vörunúmer FV202. Það gerist ekki glæsilegra.

SC stöngin frá Scott er einnig til í tveimur útgáfum fyrir línu fjögur en þær gerðir þarf að panta sérstaklega.

Verđ Kr. 539.000,00
Scott STS

STS gerðin er hröð stöng sem var upphaflega hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu, en þar er nauðsynlegt að stangir vinni vel í vindi á opnu hafi. Þær bregðast einnig fljótt við fiski sem gerir þessa tegund tilvalda í sjóbirtingsveiði hérlendis. Hér á landi á þessi gerð fjölda dyggra aðdáenda sem hafa aldrei veitt á skemmtilegri stöng. Stöngin er til á lager í eftirfarandi línuþyngdum og lengdum:

Línuþyngd

5

7

Lengd ft.

9 og 9,5

9

Fj. Hluta

2

2

Vörunúmer: SCSTS905, SCSTS955 og SCSTS907. SCSTS905 er t.d. níu feta stöng fyrir línu 5 í tveimur hlutum en SCSTS955 er níu og hálft fet á lengd.

Verđ Kr. 59.900,00
Scott SVS

Vörunúmer SCSVS909

SVS stöngin er í meðallagi hröð sem mörgum byrjendum finnst þægilegur kasthraði og auðveldar þeim að finna taktinn í stönginni.  Þessi stöng hentar jafnt til silungs- og laxveiði. Hún er fáanleg fyrir línuþyngd 9 í tveimur hlutum níu fet á lengd.

Verðið er hagstætt,  kr. 20.900 enda er verðið frá þeim tíma er krónan var mun sterkari mynt en nú er. Lífstíðarábyrgð er á þessum stöngum eins og öllum Scott stöngum.

Verđ Kr. 20.900,00
1 2 3 4

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...