Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS CONCEPT

Vörunúmer: SA67321

Large arbor hjól í stærð 56.  Seinni tölustafurinn gefur til kynna hámark í línuþyngd sem rúmast á hjóli, þ.e. flotlína af þyngd 6.

Verð Kr. 6.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2

Vörunúmer: SA54223

System 2 hjólið er til í einni stærð, 1011 fyrir tvíhendur. 

Verð Kr. 19.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2 LARGE ARBOR

Vörunúmer: SA802186

System 2 Large Arbor fluguveiðhjól. Hjólið er til í einni stærð 890. Hjólið er ætlað fyrir línuþyngdir 8 til 10. Aukaspólur eru einnig fáanlegar fyrir hjólið (vörunúmer SA802384. 

Falleg og stílhrein hönnun frá Scientific Anglers.

Verð Kr. 19.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2L HJÓL.

Vörunúmer: SA54216 og SA54232

System 2L fluguhjól Í tveimur stærðum.

System 2L hjólin eru minni og léttari en System 2 hjólin. Góð bremsa og einföld hönnun. Þessi hjól hafa verið lengi á markaðnum og líkað afar vel.

Hjólin eru til í tveimur stærðum, 67L og 78L


Dæmi: 67L hjólið er ætlað fyrir línu í þyngd 6-7.

Verð Kr. 15.990,00
FLUGUHJÓL - TRUEFLY SALT 6/8

Þetta hvíta fluguveiðihjól frá Wychwood er hannað fyrir veiðar í söltu vatni. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á veiðivörusýningunni EFTTEX 2010. Hjólið er úr áli og er sérlega létt eða 222 g. Hjólið er Large Arbor (106mm). Það rúmar rúmlega 100 m af undirlínu þegar lína af þyngd átta er sett á hjólið.

Hjólið kemur í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum úr pólykarbonati. Bremsan er sú besta sem er völ á hjólum frá Wychwood. Hún er algjörlega vatnsvarin.

Vörunúmer: LE5905

Verð Kr. 67.900,00
FLUGUHJÓL - TRUEFLY SLA

Large Arbor fluguveiðihjól frá Wychwood, þau eru til í tveimur stærðum. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á veiðivörusýningunni EFTTEX 2009. Sérlega létt og góð stór hjól. Þau koma í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum.

  • Gerð fyrir línu 7/8 og 9/11.
  • Heilsteypt úr áli
  • Spólurnar eru úr Polycarbon
  • Rulon diskahemill
  • Hjólin eru í gráum lit.

Vörunúmer: LE5820 f. hjól 7/8 grátt og LE5760 f. hjól 9/11 grátt.

Verð Kr. 17.990,00
FLUGUHJÓL - VIVARELLI ELITE TROUT

Hálfsjálfvirk fluguhjól frá Franco Vivarelli. Nú getur þú dregið flugulínuna hratt inn og baráttan við fiskinn verður auðveldari.

Einungis 50 hjól af þessari 25 ára afmælisútgáfu voru smíðuð. Á hjólið er grafin mynd af silungi.

Hjólið rúmar línu allt að WF 6. Hjólið kostar kr. 229.900.

Vörunúmer: FV202.

Verð Kr. 229.900,00
FLUGUHJÓL - VIVARELLI STANDARD

Hálfsjálfvirkt fluguhjól frá Franco Vivarelli. Nú getur þú dregið flugulínuna hratt inn og baráttan við fiskinn verður auðveldari. Hjólið rúmar WF 6 flotlínu. Það vegur 103 g.

Vörunúmer: FV102.

Verð Kr. 35.500,00
1 2 3

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk. er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu. Þetta er 100 m²...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafðu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...