Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS CONCEPT

Vörunúmer: SA67321

Large arbor hjól í stærð 56.  Seinni tölustafurinn gefur til kynna hámark í línuþyngd sem rúmast á hjóli, þ.e. flotlína af þyngd 6.

Verđ Kr. 6.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2

Vörunúmer: SA54223

System 2 hjólið er til í einni stærð, 1011 fyrir tvíhendur. 

Verđ Kr. 19.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2 LARGE ARBOR

Vörunúmer: SA802186

System 2 Large Arbor fluguveiðhjól. Hjólið er til í einni stærð 890. Hjólið er ætlað fyrir línuþyngdir 8 til 10. Aukaspólur eru einnig fáanlegar fyrir hjólið (vörunúmer SA802384. 

Falleg og stílhrein hönnun frá Scientific Anglers.

Verđ Kr. 19.990,00
FLUGUHJÓL - SCIENTIFIC ANGLERS SYSTEM 2L HJÓL.

Vörunúmer: SA54216 og SA54232

System 2L fluguhjól Í tveimur stærðum.

System 2L hjólin eru minni og léttari en System 2 hjólin. Góð bremsa og einföld hönnun. Þessi hjól hafa verið lengi á markaðnum og líkað afar vel.

Hjólin eru til í tveimur stærðum, 67L og 78L


Dæmi: 67L hjólið er ætlað fyrir línu í þyngd 6-7.

Verđ Kr. 15.990,00
FLUGUHJÓL - TRUEFLY SALT 6/8

Þetta hvíta fluguveiðihjól frá Wychwood er hannað fyrir veiðar í söltu vatni. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á veiðivörusýningunni EFTTEX 2010. Hjólið er úr áli og er sérlega létt eða 222 g. Hjólið er Large Arbor (106mm). Það rúmar rúmlega 100 m af undirlínu þegar lína af þyngd átta er sett á hjólið.

Hjólið kemur í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum úr pólykarbonati. Bremsan er sú besta sem er völ á hjólum frá Wychwood. Hún er algjörlega vatnsvarin.

Vörunúmer: LE5905

Verđ Kr. 67.900,00
FLUGUHJÓL - TRUEFLY SLA

Large Arbor fluguveiðihjól frá Wychwood, þau eru til í tveimur stærðum. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á veiðivörusýningunni EFTTEX 2009. Sérlega létt og góð stór hjól. Þau koma í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum.

  • Gerð fyrir línu 7/8 og 9/11.
  • Heilsteypt úr áli
  • Spólurnar eru úr Polycarbon
  • Rulon diskahemill
  • Hjólin eru í gráum lit.

Vörunúmer: LE5820 f. hjól 7/8 grátt og LE5760 f. hjól 9/11 grátt.

Verđ Kr. 17.990,00
FLUGUHJÓL - VIVARELLI ELITE TROUT

Hálfsjálfvirk fluguhjól frá Franco Vivarelli. Nú getur þú dregið flugulínuna hratt inn og baráttan við fiskinn verður auðveldari.

Einungis 50 hjól af þessari 25 ára afmælisútgáfu voru smíðuð. Á hjólið er grafin mynd af silungi.

Hjólið rúmar línu allt að WF 6. Hjólið kostar kr. 229.900.

Vörunúmer: FV202.

Verđ Kr. 229.900,00
FLUGUHJÓL - VIVARELLI STANDARD

Hálfsjálfvirkt fluguhjól frá Franco Vivarelli. Nú getur þú dregið flugulínuna hratt inn og baráttan við fiskinn verður auðveldari. Hjólið rúmar WF 6 flotlínu. Það vegur 103 g.

Vörunúmer: FV102.

Verđ Kr. 35.500,00
1 2 3

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...