Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

FLUGUBOX F. FLUGUR / TÚPU KRÓKA.

Vörunúmer LOF0461
Flugubox frá Loon fyrir flugur dagsins, með sex hólfum. Boxið er einnig tilvalið til að hýsa túpu króka.

Verđ Kr. 990,00
FLUGUBOX FOX FLY BOX

FOX FLY BOX

fluguboxin frá Richard Wheatley eru framleidd í Bretlandi. Þau hafa unnið sér langa hefð meðal fluguveiðimanna hérlendis. Boxin eru framleidd í nokkrum litum en svarta útgáfan á silungaboxinu er sú sem hér er á lager. Boxið rúmar 136 flugur.

Silungafluguboxið hentar einnig vel undir laxaflugur. Mynd af slíku boxi er að finna á Facebook síðu ÁRVÍKUR með flugum eftir Þórð Pétursson en flugurnar eru hnýttar af Björgvin Guðmundssyni.

Notkun á boxunum er ekki einskorðuð við flugur. Sagt er að veiðikonur sumar geymi eyrnalokkana sína í svona boxum.

Vörunúmer: RWFX111

Verđ Kr. 1.750,00
FLUGUBOX FRÁ FISHPOND - LAUREL RUN

Vörunúmer FP0157 stærð 7,6 x 12,7 cm.  Verð 2.890 kr.
Vörunúmer FP0164 stærð 10 x 15 cm.   Verð 2.990 kr.

Khaki litað með rennilás.

FLUGUBOX FRÁ FISHPOND - NEW RIVER

Vörunúmer FP0867 stærð 7,6 x 12,7 cm.    Verð 2.990 kr. 

Vörunúmer FP0874 stærð 10 x 15 cm.     Verð 3.990 kr.

FLUGUBOX FYRIR STRAUMFLUGUR

Flott flugubox sem lítur út eins og taska. Þetta box getur hýst allar straumflugurnar þínar.

Vörunúmer: CFGS4000

Verđ Kr. 13.990,00
FLUGUBOX LADY WHEATLEY

LADY WHEATLEY

fluguboxin frá Richard Wheatley eru til í tveimur gerðum. Þau eru úr áli og bleik á lit. Á lokið er grafin mynd af dægurflugu (mayfly). Þau eru sögð 4 tommu en nákvæm stærð er 121 mm x 89 mm x 29 mm.

RW0401EGLW boxið er með Easy Grip innleggi bæði í botni og loki. Easy Grip innleggið er tilskorið þannig að auðvelt er að raða flugum í boxið og taka þær út án þess að skemma innleggið. Verðið er kr. 9.600.

RW0408FLW boxið er með 8 hólfum og sérstaklega hugsað fyrir þurrflugur. Í lokinu er flatt innlegg. Öll hólfin lokast sér þannig að ekki er hætta á að allt flugusafnið fjúki þegar boxið er opnað. Verðið er kr. 13.500.

Bæði boxin er einstök tækifærisgjöf.

FLUGUBOX M.GLĆRU LOKI - PROFIL

Profil-fluguboxið opnast báðum megin. Það er með glæru loki þannig að flugurnar í boxinu sjást án þess að opna það. Í boxinu er skorið foam sem grípur flugurnar. Boxið rúmar 250 flugur.

Vörunúmer: LE4790.

Verđ kr. 2.200,00
FLUGUBOX RW URRIĐAHREISTUR 4

Þetta flugubox frá Richard Wheatley er úr áli. Á lokinu er grafin litmynd af hreistri urriðans og RW vörumerkið í rauðu letri eins og myndin sýnir.

Boxið er 12 cm langt en málin eru annars 12 cm x 9 cm x 3 cm. Inni í boxinu er Easy Grip Foam innlegg bæði í loki og í botni. Flugurnar falla vel í tilsniðin innleggin.

Vörunúmer: RW1401EGBT en EG stendur fyrir Engraved og BT fyrir Brown Trout.

Verđ Kr. 7.990,00
1 2 3 4 5 6 7 8

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...