Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

FLUGUBOX F. FLUGUR / TÚPU KRÓKA.

Vörunúmer LOF0461


Flugubox frá Loon fyrir flugur dagsins, með sex hólfum. Boxið er einnig tilvalið til að geyma túpukróka.

Verđ Kr. 1.190,00
FLUGUBOX FOX FLY BOX

FOX FLY BOX

fluguboxin frá Richard Wheatley eru framleidd í Bretlandi. Þau hafa unnið sér langa hefð meðal fluguveiðimanna hérlendis. Boxin eru framleidd í nokkrum litum en svarta útgáfan á silungaboxinu er sú sem hér er á lager. Boxið rúmar 136 flugur.

Silungafluguboxið hentar einnig vel undir laxaflugur. Mynd af slíku boxi er að finna á Facebook síðu ÁRVÍKUR með flugum eftir Þórð Pétursson en flugurnar eru hnýttar af Björgvin Guðmundssyni.

Notkun á boxunum er ekki einskorðuð við flugur. Sagt er að veiðikonur sumar geymi eyrnalokkana sína í svona boxum.

Vörunúmer: RWFX111

Verđ Kr. 1.750,00
FLUGUBOX FRÁ FISHPOND - LAUREL RUN

Vörunúmer FP0157 stærð 7,6 x 12,7 cm.  Verð 2.890 kr.
Vörunúmer FP0164 stærð 10 x 15 cm.   Verð 2.990 kr.

Khaki litað með rennilás.

FLUGUBOX FRÁ FISHPOND - NEW RIVER

Vörunúmer FP0867 stærð 7,6 x 12,7 cm.    Verð 2.990 kr. 

Vörunúmer FP0874 stærð 10 x 15 cm.     Verð 3.990 kr.

FLUGUBOX FYRIR STRAUMFLUGUR

Flott flugubox sem lítur út eins og taska. Þetta box getur hýst allar straumflugurnar þínar.

Vörunúmer: CFGS4000

Verđ Kr. 13.990,00
FLUGUBOX LADY WHEATLEY

LADY WHEATLEY

fluguboxin frá Richard Wheatley eru til í tveimur gerðum. Þau eru úr áli og bleik á lit. Á lokið er grafin mynd af dægurflugu (mayfly). Þau eru sögð 4 tommu en nákvæm stærð er 121 mm x 89 mm x 29 mm.

RW0401EGLW boxið er með Easy Grip innleggi bæði í botni og loki. Easy Grip innleggið er tilskorið þannig að auðvelt er að raða flugum í boxið og taka þær út án þess að skemma innleggið. Verðið er kr. 9.600.

RW0408FLW boxið er með 8 hólfum og sérstaklega hugsað fyrir þurrflugur. Í lokinu er flatt innlegg. Öll hólfin lokast sér þannig að ekki er hætta á að allt flugusafnið fjúki þegar boxið er opnað. Verðið er kr. 13.500.

Bæði boxin er einstök tækifærisgjöf.

FLUGUBOX M.GLĆRU LOKI - PROFIL

Profil-fluguboxið opnast báðum megin. Það er með glæru loki þannig að flugurnar í boxinu sjást án þess að opna það. Í boxinu er skorið foam sem grípur flugurnar. Boxið rúmar 250 flugur.

Vörunúmer: LE4790.

Verđ kr. 2.200,00
FLUGUBOX RW URRIĐAHREISTUR 4

Þetta flugubox frá Richard Wheatley er úr áli. Á lokinu er grafin litmynd af hreistri urriðans og RW vörumerkið í rauðu letri eins og myndin sýnir.

Boxið er 12 cm langt en málin eru annars 12 cm x 9 cm x 3 cm. Inni í boxinu er Easy Grip Foam innlegg bæði í loki og í botni. Flugurnar falla vel í tilsniðin innleggin.

Vörunúmer: RW1401EGBT en EG stendur fyrir Engraved og BT fyrir Brown Trout.

Verđ Kr. 7.990,00
1 2 3 4 5 6 7

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk. er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu. Þetta er 100 m²...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...