Alma Rún

 

 

 

Öngull (Hook): Kamasan B175, stærðir 10 til 16

Tvinni (Thread): Svartur 8/0

Stél (Tail): Appelsínugult Glo-Brite

Búkur (Body): Svart Vinyl Rib, Medium

Haus (Head): Gyllt kúla. Appelsínugulum tvinna er vafið framan við.

 

Flugan Alma Rún var hönnuð af Sigursteini Húbertssyni (1932-2013). Flugan heitir í höfuðið á Ölmu Rún, dótturdóttur hans. Sigursteinn sagði oft söguna af því hvernig Alma Rún talaði við fiskana um leið og hún rotaði þá, þegar hún veiddi með afa sínum, og sagði þeim að þetta væri allt í lagi, eins og Alma Rún nefnir í minningargrein um afa sinn.

 

Flugan var fyrst hönnuð við Hlíðarvatn í Selvogi þar sem Sigursteinn veiddi gjarnan. Þar hefur hún verið með fengsælli flugum líkt og Krókurinn sem henni svipar til. Ég hef beitt Ölmu Rún með ágætum árangri í Hlíðarvatni. Stærsta fiskinn fékk ég á þá flugu 1. október 2006. Flugan var af stærð #10 en hængurinn var 2.3 kg og 59 cm. Ég sá fiskinn við Innranef og kastaði fyrir hann. Hann tók fluguna af krafti.

 

Sigursteinn, eða Stenni eins og hann var oftast kallaður, hnýtti flugur fyrir marga veiðimenn. Ég leitaði oft til hans áður en ég fór að hnýta flugur sjálfur. Hann hnýtti einnig flugur til endursölu í verslanir, m.a. Ölmu Rún. Flugan, sem sýnd er á meðfylgjandi mynd, er hins vegar hnýtt af Engilbert Jensen.

 

Árni Árnason                                                                                © ÁRVÍK 2014

Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...