Krókurinn


Krókurinn er silungafluga sem Gylfi Kristjánsson (1948-2007) hannaði að kvöldlagi sumarið 2001. Gylfi átti ekki langt að sækja hæfileikann til þess að hanna og hnýta flugur. Faðir hans, Kristján Gíslason (1921-1999),  hannaði hátt í eitt hundrað flugur, sem hafa jafnvel náð heimsathygli eins og flugan Krafla. Gylfi var búsettur á Akureyri þar til hann lést. Hann var menntaður gullsmiður.

Krókurinn dregur nafn sitt af Jóni „Krók“ Bjarnasyni frá Húsavík. Það var hann sem vígði fluguna á svæði fimm í Eyjafjarðará. Jón fékk fjóra fiska í beit á fluguna daginn eftir að hún var hönnuð. Veiðistaðurinn fékk upp frá því nafnið Króksbreiða. Það var á sama stað, á Króksbreiðunni, sem þeir feðgar, Gylfi og Kristján sonur hans, fengu í sömu vikunni hvor sína bleikju, sem reyndust vera 9 pund eftir rúmlega 20 mínútna viðureign í bæði skiptin. Þetta var sumarið 2004.

Krókurinn náði fljótt hylli silungsveiðimanna. Fréttin af veiði þeirra feðga vakti verulega athygli á flugunni. Góð reynsla annarra veiðimanna hefur aukið á hróður flugunnar. Þegar veiðibækur félaganna, sem hafa aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, eru skoðaðar sést, að Krókurinn stendur nú orðið ár eftir ár í baráttu um toppsætið sem aflahæsta flugan, sem beitt er við veiðar í vatninu.

Gylfi hnýtti Krókinn yfirleitt, að eigin sögn, á Kamasan B110 Grubber öngul í stærð 10 með 4 mm koparkúlu. Þessu „leyndarmáli“ Gylfa er hér bætt við uppskriftina sem birtist í Veiðimanninum vorið 2005: 

Uppskrift:

Öngull: Kamasan B110 Grubber öngull.
Tvinni: Svartur 8/0.
Stél: Fasanafjöður.
Stélkragi: Rautt dubbing brush crystal antron.
Búkur: Svart vinyl rib (medium).
Kúla: Kopar 3-4 mm.


Meðfylgjandi mynd, sem birt er með góðfúslegu leyfi Stefáns Kristjánssonar, bróður Gylfa, sýnir Krókinn eins og hún er rétt hnýtt. Skrautás ehf. - www.krafla.is – Höfðabakka 3, 110 Reykjavík var með flugur Gylfa og Kristjáns til sölu en nú hefur Stefán flutt sig um set og rekur nú verslunina Veiðiflugur á Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík ásamt Friðjóni Mar Sveinbjörnssyni.

Gylfi keypti kynstur af Kamasan önglum hjá ÁRVÍK hf. til hnýtinga sinna. Fyrirtækið þakkar honum viðskiptin.

Heimildir:

(1) Gylfi Kristjánsson, viðtal. (2005). Skapari Króksins og Mýslu kynnir nýja silungaflugu. Veiðimaðurinn. Apríl, #176, bls. 30-33.
(2) Krafla.is. Kynningareinblöðungur frá Skrautás ehf. (ódags.).
(3) Feðgar settu í stórfiska í Eyjafjarðará: Veiddu 9 punda bleikjur á sama stað. Morgunblaðið,
23. júlí 2004.

ÁRVÍK © 2010 með breytingu 2016

Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...