Búðapúpan


Vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi eru Búðir við Búðaósa. Búðir eru forn verslunarstaður. Þar versluðu Brimakaupmenn á 16. öld og þaðan var stunduð umtalsverð útgerð. Þar bjuggu stundum á annað hundrað manns í þorpi þurrabúða. Útgerð þaðan var hætt eftir 1933. Búðir eru kirkjujörð og þar hefur á síðari árum verið rekinn gisti- og veitingastaður sem hefur getið sér gott orð.

Þegar í fornöld var skipalægi við Búðaósa. Forna nafnið er í Hraunhafnarósi en Hraunhöfn var heiti höfuðbólsins. Það stóð uppi undir fjallinu þar sem Bjarnarfoss, vatslítill foss sem sést víða að, fellur fram af háu bergi. Hraunhafnaráin rennur í Búðaósa sem hét Hraunhafnarós til forna. Um þetta má lesa í Landið þitt ÍSLAND eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. gaf út árið 1984.

Fyrir tíu til fimmtán árum var Engilbert Jensen að veiða í Búðaósum austanverðum. Hann hafði þá hnýtt púpueftirlíkingu af rælni í tilraunaskyni. Púpan hafði enga ákveðna fyrirmynd en var almenn eftirlíking af ýmsu sem Engilbert hafði fest í minni af langri veiðireynslu. Hann reyndi púpuna fyrst á þessum stað og veiddi vel. Engilbert gaf púpunni nafnið Búðapúpan.

Púpan hefur reynst Engilberti vel, sérstaklega við veiðar í ósum. Engilbert mælir með að reyna hana í bleikjuveiði þar sem bleikja gengur upp í ósa á aðfalli. Hér að neðan má finna uppskrift að því hvernig hnýta má púpuna og mynd af henni. Engilbert hnýtti púpuna og tók myndina sjálfur.

Uppskrift:

Öngull (Hook): Kamasan B170, stærðir 14 og 16
Tvinni (Thread): Brúnn Uni 8/0
Vöf (Rib): Gulur Kevlar þráður
Afturbolur (Abdomen): Ryðrautt flos, indverskt
Vænghús (Wing Case): Mandarin duck, Wood duck eða lituð stokkönd, gul
Haus (Head): Brúnn eða ryðrauður

Púpan er síðan öll lökkuð með glæru lakki, t.d. Hard Head, glæru lakki frá Loon.

ÁRVÍK © 2009

Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...