ARC 99+ flugulínurnar
eru einhverjar bestu fluglínur sem við hjá ÁRVÍK höfum prófað. Kostirnir eru margir:
- Línurnar eru tvílitar og skipta lit á þeim stað þar sem línan hleður stöngina fyllilega. Línurnar eru framþungar, WF.
- Línurnar eru hálfu númeri þyngri en uppgefin línuþyngd og henta þess vegna vel fyrir hinar nýju, hraðari stangir. Þær eru 27 metra langar (90 fet).
- Kápan er úr pólýúreþan og heldur lögun sinni vel, bæði í köldu og heitu vatni.
- Pólýtetrafluoróetýlen, sem er eitthver sleipasta efni sem er fáanlegt, er bætt í yfirborð kápunnar til þess að línan renni betur í lykkjunum og til þess að hrinda frá óhreinindum.
- Þá eru rákir mótaðar eftir línunni endilangri þess að hún renni enn betur.
- Það teygist einungis á línunni um 6% við átak sem gerir hana mjög næma.
- Á báðum endum eru vel lagaðar, soðnar lykkjur, sem auðvelda skipti á taumum. Aftast á línunni er greinargóð merking sem getur um heiti línunnar, þyngd og gerð.
- Línurnar eru fáanlegar í sex línuþyngdum, frá þyngd þrjú til átta.
Vörunúmer: AR0554, AR0555, AR0556, AR0557, AR0558 og AR0559.