Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

Verđ Kr. 7.790,00
UV LJÓS STÓRT - UV POWER LIGHT

Vörunúmer: LOF6008

UV POWER LIGHT frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 10 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

Verđ Kr. 8.990,00
VERKFĆRASLÁ - ÁHALDASLÁ Á ŢVINGUR

Verkfæra- eða áhaldasláin frá Stonfo er hugsuð til þess að festa á þvingur fyrir hnýtingaverkfærin. Öll helstu verkfærin geta þannig átt sinn stað, skæri, nokkur verkfæri, nokkrar keflishöldur og loks má festa arm með stækkunargleri á endann á slánni.

Sláin er úr ryðfríu stáli. Hana má festa á þvingur sem eru 8 til 10 mm í þvermál, stofninn. Á slánni eru 15 holur og göt, mismunandi að stærð, lögun og stefnu þannig að finna má flestum verkfærunum og áhöldunum stað á slánni.

Vörunúmer: ST8474

Verđ Kr. 4.390,00
VIDEO - HNÝTNGAR MEĐ MP HNÝTINGAŢVINGUNNI

Vörunúmer MRMPVISE
Myndband með Marc Petitjean þar sem möguleikar MP þvingunnar eru sýndir

Verđ Kr. 5.365,00
ŢRĆĐARI

Vörunúmer: ST9441

Þessi þræðari er einkar hentugur til þess að þræða keflishöldurnar frá C&F en virkar einnig vel á allar aðrar keflishöldur. Á handfanginu er sexkantaður hluti sem kemur í veg fyrir að þræðarinn sé að rúlla til á hnýtingarborðinu eða falli af því niður á gólf.

Notkunarleiðbeiningar fylgja þræðaranum á mynd á bakhlið pakkningar.

Verđ Kr. 590,00
ŢRĆĐARI ELITE.

Þræðari fyrir keflishöldu frá Stonfo.

Þræðarinn er til í tveimur stærðum. ST7187 gerðin er með 1,0 mm gap á króknum en á ST7194 gerðinni er gapið 1,4 mm.

Verð á báðum gerðum er það sama.

Vörunúmer: ST7187 og ST7194.

Verđ Kr. 2.490,00
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...