Árni Árnason er framkvæmdastjóri ÁRVÍKUR hf. Hann lauk prófi í rekstri og stjórnun fyrirtækja frá háskólanum í Minnesota (MBA) 1974. Berglind Friðþjófsdóttir hefur annaðist tollafgreiðslu innfluttrar vöru, tollskýrslugerð og verðútreikning á innflutningsvörum félagsins. Berglind lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1981 og stundaði síðar framhaldsnám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið á lögfræðistofum og hjá tveimur innflutningsfyrirtækjum áður en hún kom til starfa hjá Árvík hf. Elsa Jónsdóttir annast bókhalds- og gjaldkerastörf hjá Árvík hf. Það felur m.a. í sér færslu bókhalds, útsendingu og innheimtu reikninga og önnur fjármál. Hún hefur annast bókhalds- og gjaldkerastörf hjá ýmsum fyrirtækjum til margra ára. Hún hefur einnig lokið prófi sem leiðsögumaður og starfar einnig á því sviði. Garðar Stefánsson hefur sinnt nokkrum sérverkefnum vegna sölu á veiðivörum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi, af hagfræðibraut árið 2004 og síðar prófi frá Háskólann í Reykjavík í viðskiptafræði. Helstu áhugamál hans eru fluguveiði og skotveiði. Geir Thorsteinsson sá um uppsetningu á heimasíðu félagsins og vefverslun í upphafi. Geir er viðskiptafræðingur að mennt en lauk síðar MBA námi frá Háskóla Íslands á árinu 2004. Hann hefur mikla reynslu af veiðiskap, bæði fluguveiði og skotveiði. © ARVIK 2022 |