Árni Árnason er framkvæmdastjóri ÁRVÍKUR hf. Hann lauk prófi í rekstri og stjórnun fyrirtækja frá háskólanum í Minnesota (MBA) 1974.

Berglind Friðþjófsdóttir hefur annaðist tollafgreiðslu innfluttrar vöru, tollskýrslugerð og verðútreikning á innflutningsvörum félagsins. Berglind lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1981 og stundaði síðar framhaldsnám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið á lögfræðistofum og hjá tveimur innflutningsfyrirtækjum áður en hún kom til starfa hjá Árvík hf.

Elsa Jónsdóttir annast bókhalds- og gjaldkerastörf hjá Árvík hf.  Það felur m.a. í sér færslu bókhalds, útsendingu og innheimtu reikninga og önnur fjármál.  Hún hefur annast bókhalds- og gjaldkerastörf hjá ýmsum fyrirtækjum til margra ára.  Hún hefur einnig lokið prófi sem leiðsögumaður og starfar einnig á því sviði. 

Garðar Stefánsson hefur sinnt nokkrum sérverkefnum vegna sölu á veiðivörum.  Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi, af hagfræðibraut árið 2004 og síðar prófi frá Háskólann í Reykjavík í viðskiptafræði. Helstu áhugamál hans eru fluguveiði og skotveiði.

Geir Thorsteinsson sá um uppsetningu á heimasíðu félagsins og vefverslun í upphafi. Geir er viðskiptafræðingur að mennt en lauk síðar MBA námi frá Háskóla Íslands á árinu 2004. Hann hefur mikla reynslu af veiðiskap, bæði fluguveiði og skotveiði.

© ARVIK 2022

Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...