Tailor

 

 

 

Öngull (Hook): Kamasan B175, stærðir 12 til 16

Tvinni (Thread): Svartur 8/0

Vöf (Rib): Gullvír

Afturbolur (Abdomen): Brúnt árórugarn

Frambolur (Thorax): Brúnt árórugarn

Vænghús (Wing Case): Ljósbrúnt árórugarn

Haus (Head): Svartur

 

Höfundur flugunnar, Skarphéðinn Bjarnason (1925-2012), var klæðskeri og nafn flugunnar er frá þeirri starfstétt komin. Það er nokkuð algengt að nota ensk heiti á íslenskar flugur og er það sennilega skýringin á nafninu. Hún hefði allt eins getað heitið Skraddarinn.

 

Tailor er góð eftirlíking af gyðlu (nymfu) einu dægurflugunnar sem finnst hér á landi, Cloën Simile sem flestir höfundar kalla fisdægru. Gyðlur dægurflugna eru jafnan góðar silungaflugur og er Tailor þar engin undantekning. Hún gengur vel í vatnaveiði, svo sem í Elliðavatni, Hlíðarvatni og Þingvallavatni, en Elliðavatnið var uppáhaldsvatn Skarphéðins. Þangað sótti hann mest. Tailor fluguna mætti nota til skiptis á móti Pheasant Tail flugunni sem einnig er kynnt hér á heimasíðunni.

 

Til eru ýmis afbrigði af Tailor flugunni og sumir rita nafnið ranglega Taylor. Hér er gefin uppskrift af almennu gerðinni. Á myndinni er flugan eins og hún er hnýtt af Engilbert Jensen.

 

© ÁRVÍK 2014  

Nřjustu frÚttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
┴RV═K og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbo­ ß Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...