Toppflugupúpan

 

Öngull: Kamasan, B100G, stærðir 10 til 16.
Tvinni: Svartur 8/0.
Stél: Hvítt flos (Glow Bright).
Afturbolur (abdomen): Svart vinyl rib, small
Frambolur (thorax): Svart dubbing, héri
Vængur: Frumskógarhani (jungle cock)
Vænghús (wing case): Litað svart
Haus: Svartur

 

Þetta er uppskrift Engilberts Jensen, eins og hún var upphaflega, og getið er í bókinni Skandinaviske fluefiskere, eftir Jon Lenæs og Barry Ord Clarke, Naturforlaget, 1996, bls 75. Hann hnýtir fluguna á Kamasan B100G sem er gylltur öngull. Engilbert segir gyllta öngulinn betri, þ.e. veiðnari, en venjulegur B100 eða silfraður B100N. Myndin hér að ofan er af Toppflugupúpunni eins og hún var upphaflega hnýtt.

 

Á síðari árum hefur Engilbert þróað fluguna aðeins og breytt vængstúfnum sem er að byrja að ryðja sér braut út úr vænghúsinu. Í stað fjöðurs af frumskógarhana hefur hann sett fanir af flugfjöðrum gæsarinnar (goose biots). Þá hefur svart dubbing (héri) algjörlega komið í stað svarta vænghússins. Loks má nefna að Engilbert er enn að gera tilraunir og hnýtir fluguna bæði án og með kúluhaus, bæði koparlitum og svörtum og setur kopar peacock og fleiri liti í vænghúsið. Myndirnar hér að neðan sýna þessa útgáfur, bæði svarta og rauða. Endanlegi sannleikurinn hvað gefur best í veiðinni er ekki enn fundinn.

 

 ÁRVÍK © 2010

 

Nřjustu frÚttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
┴RV═K og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbo­ ß Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...