Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Fréttir
26.05.17
Nýungar og framfarir
Nýungar og framfarir...

Evrópska veiðivörusýningin EFTTEX og IFTD veiðivörusýningin í Bandaríkjunum eru haldnar árlega. Á þessum sýningum eru veitt verðlaun fyrir ýmsar nýjungar, t.d. bestu „nýju“ flugustöngina. Verðlaunin á þessum sýningum eru einungis veitt fyrir bestu „nýju“ vöruna þótt eldri gerðir séu einnig til sýnis og taki þeirri „nýju“ jafnvel fram. Þeir, sem hyggja á kaup á flugustöng, verða að hafa þetta í huga. Nýju gerðirnar eru ekki alltaf að slá þeim eldri við þótt mörgum sé tamt að halda að ný vara sé betri en sú eldri. Þess vegna er „nýtt“  notað ótæpilega í markaðssetningu, jafnvel þótt einungis umbúðirnar séu breyttar.

Framleiðendur koma heldur ekki allir fram með nýjar stangir á markað árlega. Það getur þess vegna hent að besta „nýja“ stöngin sé ekkert sérstök framleiðsla ef helstu framleiðendur eru ekki að koma með nýjungar á markaðinn. Stangir eru einnig af mismunandi gæðum þótt þær komi komi frá framleiðendum sem vanda vinnu sína. Sá mismunur í gæðum kemur síðan að sjálfsögðu fram í verðinu sem getur verið á breiðu bili. 

   

Scott Radian-stöngin

Scott Meridian-stöngin


Þegar við skoðum handgerða listasmíð, eins og margar flugustangir eru, mætti e.t.v. taka samlíkingu við málverkasýningu. Þótt nýtt verk eftir efnilegan málara vinni til verðlauna sem besta nýja verkið á sýningu gera þau verðlaun ekki að engu verk annarra málara á listasöfnum um allan heim. Eldri gerðir flugustanga geta þannig átt fullt erindi á markaði, og til margra ára. Radian og Meridian verðlaunastangirnar, og eldri Scott stangir einnig, eiga þess vegna fullt erindi til fluguveiðimanna um allan heim svo lengi sem þær eru fáanlegar. Það kemur þess vegna ekki á óvart að Scott Radian-stöngin vermi enn annað sætið af þeim 26 stöngum sem Yellowstone Angler prófaði í 2017 5-Weight Shootout sinni á stöngum fyrir línuþyngd fimm, og komi betur út í mati en nýrri gæðastangir frá öðrum þekktum framleiðendum. Yellowstone Angler segir góðar ástæður liggja að baki mati þeirra og segja í dómi sínum um Radian-stöngina: This is one of the best performing rods you can lay your hands on, and it is also one of the best looking rods on the market. Scott fans absolutely love this rod and if you try one, you'll likely be a Scott fan too." Þeir, sem vilja lesa allt um matið, geta fundið það á þessari slóð hér.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...