Fréttir
27.04.17
Hlíđarvatnshreinsun og Scott stangir
Hlíđarvatnshreinsun...

Næstkomandi laugardag, hinn 29. apríl 2017, fer fram árleg hreinsun við Hlíðarvatn. Þá mæta félagar úr stangveiðfélögunum, sem hafa aðstöðu við vatnið, og ganga strandlengjuna og hreinsa upp allt rusl sem vetrarvindar hafa feykt að vatninu. Félögin hafa skipt með sér strandlengjunni og hafa yfirleitt lokið hreinsun fljótlega upp úr hádeginu. Að hreinsun lokinni hafa félögin svo boðið til veiði í vatninu og hafa duglegir hreinsunarmenn iðulega nýtt sér það og stundum veitt vel. Sami háttur verður á að þessu sinni. Fulltrúar félaganna eru í öllum húsum og taka vel á móti þeim sem vilja kynnast starfsemi þeirra.

Nýja FLEX stöngin frá ScottSú hugmynd kom upp á bíókvöldi hjá Ármönnum nú í vikunni hvort áhugavert væri að leyfa veiðimönnum að gera samanburðarpróf á nokkrum Scott flugustöngum og prófa þær við vatnið eftir hádegið að lokinni hreinsun. ÁRVÍK mun af þessu tilefni bjóða veiðimönnum að prófa fimm gerðir af Scott stöngum við vatnið. Þetta eru nýja Flex stöngin, Radian verðlaunastöngin, A4 stöngin, E2 stöngin og STS stöngin. Allt verða þetta níu feta stangir fyrir línu 5 þannig að samanburður verði betri. Hvað stöng hentar best kaststíl manna er ekki sjálfgefið. Prófunin fer fram á Mölinni, sem er veiðistaður í nágrenni húss SVH,  milli kl. 14:00 og 17:00. Vonandi viðrar þar vel til þessa og rýmið er gott þannig að nokkrir veiðimenn geta prófað stangir samtímis.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...