Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
27.02.17
Febrúarflugur í kvöld
Febrúarflugur í...

Í febrúar hafa FOS.is og Ármenn staðið fyrir skemmtilegum viðburði, Febrúarflugum, þar sem hnýtarar hafa sent inn flugur sem þeir hafa hnýtt. Þetta er ekki keppni í hnýtingum en viðurkenningar frá styrktaraðilum eru veittar fyrir þátttökuna. ÁRVÍK er einn af styrktaraðilunum og verður í kvöld, mánudaginn 27. febrúar 2017, í Árósum, félagsheimili Ármanna, með kynningu á ýmsum vörum til fluguhnýtinga. Dagskráin hefst kl. 20:00.

                                                                                                                            


Á kynningunni í kvöld verða m.a. sýndar hnýtingaþvingur frá C&F, Griffin og Stonfo. Þvingurnar frá Stonfo eru sérstaklega áhugaverðar, t.d. Transformer-þvingan þeirra. Þá munum við sýna töskur undir hnýtingaáhöldin og -efnið frá C&F, Fishpond og Scientific Anglers. Taska frá Fishpond verður veitt einum þátttakanda sem viðurkenning en þetta er Road Trip taskan frá Fishpond. Þá má nefna vörur frá LOON, Kamasan önglana og Zap-A-Gap límið sem er ómissandi til fluguhnýtinga. Kynningartilboð verður á ýmsum vörum, m.a. hnýtingaáhöldum frá Stonfo.

                           Road Trip fluhnýtingataskan                                                           

Á  heimasíðu Árvíkur er að finna uppskriftir og frásagnir af ýmsum flugum. Nýjar frásagnir af flugum eru jafnt og þétt að bætast á þennan lista undir Flugur – uppskriftir. Í febrúar hafa fjórar flugur bæst í hópinn, þ.e. Black Sheep, Bleik og blá, Fluga árinnar og Rjúpan.

Fluguveiðar eru góð skemmtun og hún hún kemst á æðra ánægjustig þegar menn (konur og karlar) veiða á flugur, sem þeir hafa hnýtt sjálfir.

                                                                                      

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...