Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Fréttir
27.02.17
Febrúarflugur í kvöld
Febrúarflugur í...

Í febrúar hafa FOS.is og Ármenn staðið fyrir skemmtilegum viðburði, Febrúarflugum, þar sem hnýtarar hafa sent inn flugur sem þeir hafa hnýtt. Þetta er ekki keppni í hnýtingum en viðurkenningar frá styrktaraðilum eru veittar fyrir þátttökuna. ÁRVÍK er einn af styrktaraðilunum og verður í kvöld, mánudaginn 27. febrúar 2017, í Árósum, félagsheimili Ármanna, með kynningu á ýmsum vörum til fluguhnýtinga. Dagskráin hefst kl. 20:00.

                                                                                                                            


Á kynningunni í kvöld verða m.a. sýndar hnýtingaþvingur frá C&F, Griffin og Stonfo. Þvingurnar frá Stonfo eru sérstaklega áhugaverðar, t.d. Transformer-þvingan þeirra. Þá munum við sýna töskur undir hnýtingaáhöldin og -efnið frá C&F, Fishpond og Scientific Anglers. Taska frá Fishpond verður veitt einum þátttakanda sem viðurkenning en þetta er Road Trip taskan frá Fishpond. Þá má nefna vörur frá LOON, Kamasan önglana og Zap-A-Gap límið sem er ómissandi til fluguhnýtinga. Kynningartilboð verður á ýmsum vörum, m.a. hnýtingaáhöldum frá Stonfo.

                           Road Trip fluhnýtingataskan                                                           

Á  heimasíðu Árvíkur er að finna uppskriftir og frásagnir af ýmsum flugum. Nýjar frásagnir af flugum eru jafnt og þétt að bætast á þennan lista undir Flugur – uppskriftir. Í febrúar hafa fjórar flugur bæst í hópinn, þ.e. Black Sheep, Bleik og blá, Fluga árinnar og Rjúpan.

Fluguveiðar eru góð skemmtun og hún hún kemst á æðra ánægjustig þegar menn (konur og karlar) veiða á flugur, sem þeir hafa hnýtt sjálfir.

                                                                                      

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...