Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
28.10.16
Kynningartilbođ
Kynningartilbođ...

Stoppioni á Ítalíu, sem framleiðir ýmsar vörur til stangveiði undir Stonfo vörumerkinu, hefur hafið framleiðslu á úrvali vandaðra áhalda til fluguhnýtinga.


ÁRVÍK hefur selt hnýtingarþvingur og fleiri vörur frá fyrirtækinu en þessi vönduðu áhöld til hnýtinga eru ný í sölu hjá okkur. Áhöldin eru enn sem komið er ekki í dreifingu í verslunum. Til þess að kynna áhöldin íslenskum hnýturum vildum við því bjóða fluguhnýturum úrval þeirra á 30% kynningarafslætti í nóvember.

Þau áhöld, sem tilboðið nær til, eru:

Áhald / verkfæri:            Vörunúmer:            Leiðbeinandi söluverð:

Keflishalda                       ST3851                                  2.590
Hárjafnari                         ST0874                                  1.790
Þræðari 1 mm                  ST7187                               eða
                1,4 mm             ST7194                                 2.490
Nál (Bodkin)                     ST5817                                 2.490
Dubbing tól                       ST6616                                 7.500
Fyrir endahnútinn             ST5756                                 2.990

                                                                    Samtals:     19.850
                                                             30% afsláttur       5.955

                                Tilboðsverð:    13.895

Nánari upplýsingar um áhöldin má finna með því að slá vörunúmerinu inn í leitargluggann efst í hægra horninu á heimasíðunni, t.d ST3851. Myndir af áhöldunum má sjá hér að neðan:

              

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...