Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
13.10.16
Lesefni fyrir helgina
Lesefni fyrir...

Á heimasíðu ÁRVÍKUR er að finna nokkrar nýlegar greinar sem vert er að vekja athygli veiðimanna á ef þá vantar lesefni fyrir helgina.

Nýjasta greinin fjallar um það hvort fiskar finni til sársauka líkt og við mennirnir. Í greininni er fjallað um bókina Do fish feel pain? og rannsóknir vísindamanna á því efni. Greinin er þó ætluð leikmönnum og er að finna hér. Við innsetningu þeirrar greinar uppgötvaðist að grein um það hvernig á að standa að sleppingu fiska í veiði hafði skemmst í einhverri uppfærslu á heimasíðunni. Sú grein hefur nú verið lagfærð og endurbætt. Hana má finna hér.

Þá var fyrir nokkru vakin athygli á umfjöllun á heimasíðunni um regnbogasilung í íslenskri náttúru. Þá grein má finna hér en hún tengist að nokkru leyti umfjöllun um vaxandi fiskeldi í sjó. Ný grein, sem tengist þeirri umfjöllun, er ýmis fróðleikur um laxalús. Þá grein, sem ber heitið Laxalús, má finna hér á heimasíðunni.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...