Fréttir
29.08.16
FLEX - nýja stöngin frá Scott
FLEX - nýja stöngin...

Fyrstu eintökin af nýju Scott Flex stönginni eru komin til okkar. Þetta er stöngin sem var kynnt á IFTD sýningunni í Orlando í Flórída í júlí nú í sumar.

Flex stöngin frá Scott


Flex stönginni er ekki ætlað að koma í stað Radian og Meridian verðlaunastanganna eða A4 stangarinnar. Flex stöngin gefur þeim þó ekkert eftir í útliti enda er þetta mjög fallega hönnuð, stílhrein stöng, sem hefur þegar hlotið lofsamleg ummæli. Vinnslan lofar einnig góðu. Verðið er hins vegar töluvert lægra heldur en á dýrustu stöngunum. Þeir sem hyggja á að kaupa sér góða flugustöng fyrir næstu vertíð gerðu þess vegna rétt í því að kynna sér Flex stöngina til hlítar og setja X við Flex þegar kemur að því að gera upp hug sinn. Nánari upplýsingar um stöngina er að finna hér.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...