Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
25.08.16
Fishpond vörulistinn 2017
Fishpond...

Nýi vörulistinn frá Fishpond fyrir 2017 er kominn út. Hann má finna hér.

Í listanum er að finna margt nýjunga í bland við frábæra eldri hönnun. Þar má t.d. nefna Thunderhead Submersible Duffel töskuna en sú veiði- og fatataska vann til fyrstu verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í Florida í júlí í sumar sem umhverfisvænasta varan á sýningunni. Töskuna er að finna á bls. 3 í listanum og mynd af töskunni má sjá hér að neðan.

Thunderhead Submersible Duffel


Í vörulistanum að þessu sinni má einnig finna myndir frá Íslandi. Á bls. 6 er mynd frá Fossá, sem rennur í Þjórsá, og á baksíðunni er mynd af aðalhönnuði og stofnanda Fishpond, John Land Le Coq, þar sem hann kannar innihald Summit Sling tösku sinnar (vörunr. FP9730) við veginn meðfram Laxá í Kjós.

Summit Sling taskan

Aukahlutir eru seldir sér

Á næstunni munum við kanna óskir verslana hvers þær óska af Fishpond vörunum fyrir jólin. Þessi frábæra hönnun hefur líkað vel til jólagjafa og sennilega verður engin breyting á því í ár miðað við úrvalið. Veiðimenn eru einnig hvattir til þess að senda okkur línu um óskir sínar. Netfangið er einfalt: arvik@arvik.is. Það borgar sig að semja jólagjafalistann tímanlega.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...