Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
10.08.16
C & F box á útsölu
C & F box á útsölu...

Í ágúst og út september býður ÁRVÍK öll flugubox frá C&F Design á 30% afslætti frá því verði sem er á heimasíðunni. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu. Veiðimenn geta bæði pantað boxin í vefversluninni eða með tölvupósti: arvik@arvik.is. Boxin má annaðhvort sækja til okkar eða fá send í pósti. Boxin má skoða inni á vefsiðu okkar með því að fara inn á slóðina: http://www.arvik.is/?category=26.


ÁRVÍK hóf að kynna C&F Design boxin hér á landi fyrir mörgum árum. Boxin eru frábær hönnun en fljótt fór að bera á eftirlíkingum þar sem hönnun var lítillega breytt eða henni beinlínis stolið. Þetta kom niður á markaðssetningu á boxum C&F Design sem varð erfiðari vegna þessa og boxin nutu ekki hönunarverndar. C&F Design tók síðan þá afdrifaríku ákvörðun að setja alla dreifingu á vörum sínum í Evrópu á eina hendi og segja upp samningum við alla umboðsmenn sína í Evrópu.


Hinn nýji umboðsaðili hefur ekki tekið yfir vörubirgðir fyrri umboðsmanna eins og algengt er og á ÁRVÍK enn gott úrval af flestum boxunum frá C&F. Þessi box viljum við nú bjóða íslenskum veiðimönnum á góðum kjörum á meðan birgðir endast.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...