Fréttir
18.07.16
Nı viğskiptasambönd og heimasíğa
Nı viğskiptasambönd...

Fyrir nokkru var gengið frá því að ÁRVÍK mun taka að sér dreifingu á Mepps spónum hér á landi. Mepps spónar (eða spúnar eins og sumir segja) hafa verið ófáanlegir í verslunum hér um nokkurt skeið en úr því verður bætt fyrir næsta ár. Því miður er afgreiðslufrestur frá framleiðanda það langur að ekki er unnt að fá sendingu til landsins áður en veiðitímabilinu lýkur.

 

Mepps spónarnir eru mest seldu spónarnir í heiminum. Forystumenn Hafrannsóknarstofnunar geta vafalaust vottað að Aglia Silver spónarnir eru árangursríkt veiðitæki, m.a. til silungsveiða í ám og vötnum.

 

Þá mun ÁRVÍK einnig taka að sér dreifingu á vörum Richard Wheatley (The Great British Fly Box Company) fyrir næstu vertíð. Vörur Richard Wheatley hafa verið hér á markaði til margra ára og eru stangarhaldararnir þeirra sennilega þekktasta varan.

 

Meginbreytingum á heimasíðu ÁRVÍKUR er nú lokið. Framvegis verður heimasíðan eingöngu helguð veiði og veiðivörum.

 

ÁRVÍK hefur látið frá sér efnavörusvið fyrirtækisins og hætt sölu á efnavöru en það var stór hluti af starfsemi félagsins til margra ára. Framvegis mun félagið einbeita sér að sölu og dreifingu á vörum til stangveiði. Þá er stefnt að því að bæta jafnt og þétt við þann fróðleik sem er að finna á heimasíðunni.

Deila fréttDeila frétt
Nıjustu fréttir
24.10.22
Nıtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboğ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...