Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
18.07.16
Ný viđskiptasambönd og heimasíđa
Ný viđskiptasambönd...

Fyrir nokkru var gengið frá því að ÁRVÍK mun taka að sér dreifingu á Mepps spónum hér á landi. Mepps spónar (eða spúnar eins og sumir segja) hafa verið ófáanlegir í verslunum hér um nokkurt skeið en úr því verður bætt fyrir næsta ár. Því miður er afgreiðslufrestur frá framleiðanda það langur að ekki er unnt að fá sendingu til landsins áður en veiðitímabilinu lýkur.

 

Mepps spónarnir eru mest seldu spónarnir í heiminum. Forystumenn Hafrannsóknarstofnunar geta vafalaust vottað að Aglia Silver spónarnir eru árangursríkt veiðitæki, m.a. til silungsveiða í ám og vötnum.

 

Þá mun ÁRVÍK einnig taka að sér dreifingu á vörum Richard Wheatley (The Great British Fly Box Company) fyrir næstu vertíð. Vörur Richard Wheatley hafa verið hér á markaði til margra ára og eru stangarhaldararnir þeirra sennilega þekktasta varan.

 

Meginbreytingum á heimasíðu ÁRVÍKUR er nú lokið. Framvegis verður heimasíðan eingöngu helguð veiði og veiðivörum.

 

ÁRVÍK hefur látið frá sér efnavörusvið fyrirtækisins og hætt sölu á efnavöru en það var stór hluti af starfsemi félagsins til margra ára. Framvegis mun félagið einbeita sér að sölu og dreifingu á vörum til stangveiði. Þá er stefnt að því að bæta jafnt og þétt við þann fróðleik sem er að finna á heimasíðunni.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...