Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Fréttir
17.07.15
Unniđ til verđlauna
Unniđ til verđlauna...

IFTD fluguveiðisýningunni er nú að ljúka í Orlando í Florida. Þáttur í sýningunni er að veita viðurkenningar fyrir vörur sem taldar eru skara fram úr öðrum vörum á sýningunni. Þetta er mikil viðurkenning enda er sýningin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og allir helstu framleiðendur vara til fluguveiði taka þátt í sýningunni.

 

Scott endurtók nú afrekið frá árinu 2013 þegar Radian stöngin var valin „Best new Freshwater Fly Rod“ og sú nýjung sem skaraði helst fram úr á sýningunni en þá var hún einnig valin „Best of Show“. Nú var það Meridian stöngin sem var valin „Best of Show“ og „Best new Saltwater Fly Rod“. Menn þurfa þannig ekki að leita lengra vilji þeir stöng sem skarar fram úr. Scott á svarið hvort sem veiða á í ferskvatni eða söltum sjónum.

 

Fyrsta Scott stöngin, sem náði verulegum vinsældum hér á landi, var STS stöngin. Hún var hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu en þessi hraða og snarpa stöng féll vel að íslenskum aðstæðum þar sem vindur gerir mönnum oft erfit fyrir. Það eru enn til eintök af þeirri stöng á lager en hún var um tíma sett í hóp sígildra stanga Scott. Stangir til veiða í sjó geta þess vegna verið ákjósanlegar til veiða í ferskvatni við ákveðnar aðstæður. Helsti munurinn er sá að þessar stangir eru sérstaklega smíðaðar til þess að þola seltu og slíka tæringu. Allir íhlutir eru valdir með tilliti til þess.

 

 

Á myndinni er Jim Bartschi, forstjóri og aðalhönnuður Scott með tveimur starfsmönnum Scott með viðurkenningarnar.

 

Fishpond hefur einnig reglulega unnið til verðlauna á sýningunni enda sker hönnun á vörum fyrirtækisins sig frá öðrum á markaðnum þótt sumir reyni að líkja eftir henni. Að þessu sinni fékk Summit Sling vestisbakpokinn verðlaun og Thunderhead Sling fékk verðlaun sem umhverfisvænasta varan enda endurunnin úr nælonnetum sem hafa verið veidd úr sjó. John Land Le Coq er annar stofnenda Fishpond og aðalhönnuður fyrirtækisins. Hann er annar frá hægri á myndinni:

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...