Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
27.04.15
Hvammsvirkjun og stangveiđin
Hvammsvirkjun og...

Stangveiði stendur ógn af ýmsu sem er að gerast í umhverfi okkar. Það er tvennt sem einkum stendur upp úr í þessu efni. Fyrst skal nefna eldi á göngufiski, laxi og silungi, í sjókvíum. Hitt áhyggjuefnið eru virkjanir í neðri hluta Þjórsár en nú er til umræðu að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk sem virkjunarkostur.

Umhverfisstofnun hefur nú nýverið heimilað eldi á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Þá eru uppi áform um umfangsmikið sjókvíaeldi á norskum laxi í Eyjafirði. Stangveiðimönnum stendur ekki uggur af fiskeldi á landi en eldi í sjókvíum er annað mál. Fiskur, sem sleppur, leitar í nærliggjandi ár og getur valdið erfðamengun. Þá getur aukin laxalús og sjúkdómar verið vandmál.

Í neðri hluta Þjórsár eru þrjár virkjanir til umræðu. Fyrir Alþingi liggur að færa eina þeirra, Hvammsvirkjun, í nýtingarflokk. Hinar gætu einnig síðar færst í þann flokk. Óumdeilt er að þessar virkjanir hafa allar áhrif á göngur laxa og silunga upp Þjórsá og í hliðarár hennar. Eftir að fiskvegur var gerður við fossinn Búða hefur göngufiskur í vaxandi máli getað sótt í efri hluta árinnar og skapað batnandi skilyrði fyrir stangveiði á svæðinu. Á heimasíðunni er nú að finna grein um Hvammsvirkjun. Greinin er hugsuð sem innlegg í umræður og ákvarðanir í þessu efni. Hana má finna hér.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...