Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
15.12.14
Fyrirmyndir og eftirlíkingar
Fyrirmyndir og...

Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum flutt mikið af framleiðslu sinni til Asíu, sérstaklega til Kína, en haldið hönnuninni eftir heima fyrir. Reynsla margra þessara fyrirtækja hefur því miður orðið sú að fyrr en varir streyma misgóðar eftirlíkingar inn á markað í Evrópu. Þá þarf ekki einu sinni að koma til að framleiðslan hafi verið flutt. Hönnuninni er hnuplað engu að síður. Í Fréttablaðinu í morgun mátti lesa slíka frétt af húsgögnum, en við þekkjum þennan vanda vegna margrar gæðavöru sem ÁRVÍK selur. Vörur frá Fishpond koma einkum upp í hugann.


Vestið á meðfylgjandi mynd og önnur svipuð hafa orðið að þola misgóðar eftirlíkingar. Okkur hafa t.d. borist kvartanir vegna þess að saumaskapurinn á eftirlíkingunum væri ekki nægilega góður. Nú, þegar heyrist að tollyfirvöld fargi eftrilíkingum, er rétt að benda vinum okkar í hópi veiðimanna á að sýna aðgát í klæðaburði sínum.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...