Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
02.12.14
Degiđ í jólaleiknum
Degiđ í jólaleiknum...

Þá er búið að draga í jólaleiknum okkar. Vinningshafarnir þrír eru:

(1) Eyrún Sif Kragh hlaut fyrsta vinning, A4 Scott flugustöng að eigin vali. A4 stangirnar eru til á lager hjá ÁRVÍK fyrir mismunandi línuþyngdir, allt frá línuþyngd þrjú til átta. Þetta eru meðalhraðar stangir með tiltölulega snögg viðbrögð. Þær eru framleiddar í Bandaríkjunum. Lífstíðarábyrgð er á stöngunum. Leiðbeinandi smálsöluverð stanganna er kr. 69.900.

(2) Magnús Einarsson hreppti Aquaz vöðlur af tegundinni BRJ205S. Þær eru saumaðar úr þriggja laga Aqualex-öndunardúk, sem framleiddur er í Japan. Allar vöðlur frá Aquaz eru lekaprófaðar. Leiðbeinandi smásöluverð er kr. 37.900.

(3) Sigurbjörn Árnason fékk svo þriðju verðlaun en þau voru silungaháfur og Catch veiðigleraugu með skiptanlegum linsum. Silungaháfurinn er með segli á enda handfangsins þannig að auðvelt er að losa hann og beita honum. Netið er hnútalaust en í miðju þess er þéttriðið net sem auðveldar að fanga flugur af yfirborðinu. Leiðbeinandi smásöluverð háfsins (LE1028) er kr. 4.590. Catch gleraugun koma í tösku sem festa má í belti. Linsurnar eru fyrir mismunandi birtuskilyrði. Þau verja ekki einungis augu veiðimannsins heldur auðvelda honum að sjá undir yfirborðið, bráð í rjúpnaveiði og fóta sig þegar skyggja tekur. Leiðbeinandi smásöluverð er kr. 9.990.

                                                                  

ÁRVÍK óskar hinum heppnu til hamingju og gleðilegra jóla. Vinningshafar hafa fengið tilkynningu á facebook-síðu sína.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...