Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
01.10.14
Fluguhjól á hagstćđu verđi
Fluguhjól á...

ÁRVÍK getur nú boðið tvær gerðir af fluguhjólum frá Wychwood - Leeda á hagstæðu verði.

Flow fluguhjólin tilheyra Wychwood línunni. Þau eru til í tveimur stærðum fyrir línu 5/6 og 7/8. Liturinn er silfurgrár eða titanium. Þetta eru falleg og vönduð hjól. Flow hjólið var valið Best New Fly Reel á EFTTEX sýningunni á Spáni á árinu 2011. Hjólið kom á markað 2012.

  Flow hjólið

Minna hjólið er 158 grömm (LE7473) en það stærra er 166 grömm (LE6012). Hjólin eru úr áli með diskahemli. Hægt er að kaupa aukaspólur.

Hér er myndband um Flow hjólin: www.youtube.com/watch . Vörunúmer: LE7473 og LE6012. Verðið er kr. 16.400,00

Profil fluguhjólin frá Leeda hafa verið endurhönnuð með sverum ás. Þau eru nú large arbor.

Profil LA hjólið er nú  til fyrir línuþyngdir 5/6 (LE9519) og 7/8 (LE9526). Minna hjólið er 190 grömm að þyngd og rúmar flotlínu #6 ásamt 100 m af 20 lb baklínu. Stærra hjólið er 210 grömm og rúmar flotlínu #8 ásamt 100 m af 20 lb baklínu. Hjólið er úr áli.

Profil LA

Þetta er ódýrt en gott hjól sem sem hefur reynst vel í eldri útgáfu.  Hjólin koma með tveimur aukaspólum, sem auðvelt er að skipta um. Einnig er auðvelt að víxla hjólinu eins og óskað er fyrir vinstri eða hægri handar inndrátt. Verðið er kr. 8.990,00.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...