Fréttir
29.09.14
Nýtt frá Scott
Nýtt frá Scott...

Á IFTD sýningunni í Orlando í Florida í sumar kom Scott fram með nýja stöng, Tidal, sem er sérstaklega hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu. Skilyrði til veiða á opnu hafi eru oft erfið vegna vinds en það eru aðstæður sem íslenskir veiðimenn þekkja vel. Þeir tóku þess vegna STS stönginni fagnandi á sínum tíma. Þótt enn séu til nokkur eintök af STS gerðinni er ánægjulegt að Scott skuli nú koma með nýja stöng fyrir þessar aðstæður.

Tidal


Tidal stöngin er útbúin fyrir veiðar í söltu vatni. Hlutir, sem geta ryðgað á öðrum stöngum, eru þess vegna ryðfríir, en mest um vert er, að línan hleður stöngina fljótt og nákvæm köst verða fyrirhafnarlítil. Stöngin ræður við kraftmikla fiska. Hún er til á lager fyrir línu 7, 8 og 9. Verðið er hagstætt eða kr. 79.900.

Radian


Þá hefur Scott aukið við framboðið af Radian stöngum. Nú er komin á markað stöng fyrir línu 9. Sú gerð er þegar til á lager hjá ÁRVÍK. Stöngin er 9 feta og er á sama verði og aðrar Radian stangir.


Síðast en ekki síst má nefna, að ÁRVÍK hefur nú bætt „split cane“ bambusstöng við úrvalið frá Scott. Scott býður SC bambusstangir sínar í samvinnu við Naoki Hashimoto frá Hokkaido í Japan en hann er einn af þeim snjöllustu í smíði bambusstanga. Bambusstangir eru ekki í ódýrari kantinum þannig að við erum einungis með sýningareintak á lager, vörunúmer: SCSC7233, sem er rúmlega sjö feta stöng fyrir línu þrjú. Stönginni fylgir aukatoppur. Verðið er kr. 539.000. Bambusstangirnar eru einnig til fyrir línu fjögur en þær þarf að sérpanta. Afgreiðslufrestur er um hálft ár.

SC stöngin

Og hvernig hjól hæfir svona dýrgrip. Við mælum með afmælisútgáfunni af Vivarelli hjólinu frá Franco Vivarelli, vörunúmer: FV202. Vivarelli Elite Trout hjólið rúmar línu allt að þyngd sex. Það var framleitt í 50 eintökum og er fallega skreytt. Það kostar kr. 229.900.

Vivarelli Elite Trout hjólið

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...