Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
13.08.14
Gott úrval af HATCH Finatic hjólum
Gott úrval af HATCH...

Hatch fluguveiðihjólin eru einhver vönduðustu hjólin sem standa fluguveiðimönnum til boða. Þegar ÁRVÍK hóf sölu þeirra vorið 2008 var efnahagur þjóðarinnar talinn góður en útlitið var orðið allt annað með haustinu. Síðan þá hefur efnahagurinn sem betur fer vænkast og Hatch hjólin orðið enn betri.


Hatch er nú með nýja línu af hjólum undir heitinu Finatic. Hjólin hafa verið endurhönnuð og eru nú mun léttari en eldri gerðir. Hjólin eru hins vegar smíðuð með sömu vönduðu diskahemluninni og verið hefur. Hún er fullkomlega varin fyrir bleytu og óhreinindum. Hjólin eru úr áli með varanlegri áferð. Þau henta bæði til veiða í ferskvatni og sjó.


ÁRVÍK er með gott úrval af Hatch Finatic hjólunum frá stærð 4+ upp í 12+. Minnsta hjólið, 4+ hentar fyrir línur af þyngd fjögur til sex en 12+ hjólið rúmar línur frá þyngd 12 til 16. Stærri hjólin 9+ og 12+ henta einnig fyrir tvíhendur. Loks má nefna að hjólin eru kjörin til veiða á stórfiski í Karíbahafinu ef einhver er á leiðinni þangað.
 

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...