Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
11.08.14
Nýjar flugulínur frá Aquanova
Nýjar flugulínur...

Nú í ágúst voru tvær nýjar flugulínur að bætast í úrvalið hjá okkur frá Aquanova. Önnur er glær sökklína, Trout Clear, en hin er Premium Spey lína fyrir tvíhendur.


Glærar sökklínur henta vel við viðkvæmar aðstæður í litlu vatni. Þær henta einnig vel í miklu og tæru vatni þegar mikilvægt er að raska ekki ró fisksins. Glær línan truflar ekki fiskinn og fælir hann ekki. Vandinn við glærar línur hefur hins vegar oft verið hversu þær hringast upp og erfitt er að slétta úr þeim. Þetta var ekki reynsla okkar þegar línan var prófuð við tiltölulega svalar aðstæður við Vífilsstaðavatn í vor. Kom hún út mun betur en mun dýrari lína svipaðrar gerðar. Verð er þannig ekki alltaf mælikvarði á gæði. Trout Clear línan er til í þyngdum þrjú til níu. Hún er með „intermediate“ sökkhraða og kostar kr. 5.900 í smásölu.


Premium Spey línan er tvílit. Það auðveldar að sjá hvenær næg lína er úti til þess að hlaða stöngina vel fyrir gott kast. Hausinn er hvítur en rennslislínan er ljósgræn. Línan er til í þremur mismunandi þyngdum. Léttasta línan, 8/9 er með 44 g, 15,8 m haus, sú í miðið, 9/10 er með 48 g, 17,1 m haus og sú þyngsta, 10/11 er með 52 g 18,3 m haus. Allar eru línurnar 120 fet eða 36,6 metrar. Spey línurnar eru á mjög hagstæðu verði. Þær kosta kr. 9,900 í smásölu en það er leiðbeinandi smásöluverð. Línurnar hafa reynst vel í sumar við prófanir þar sem Scott tvíhendur voru notaðar. 

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...