Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
27.03.14
Scott - Nýtt efni
Scott - Nýtt efni...

Undir efnisflokknum Fróðleikur - veiði er nú að finna marvíslegt nýtt efni um Scott flugustangirnar. Yfirlit um framboðið er að finna í greininni "Scott flugustangir". Þá hafa skrifin um ábyrgð og umhirðu Scott stanga verið uppfærð og endurskrifuð að hluta. Við hjá ÁRVÍK reynum að gera eigendum Scott stanga það eins og auðvelt og hagkvæmt og unnt er að koma stöngum sínum utan og heim vegna viðgerða. Ekki skiptir máli hvort stöngin var keypt hérlendis eða erlendis. Við reynum okkar besta.

Úrvalið af Radian og A4 stöngum er nú orðið mjög gott. Þessar stangir eru framleiddar sem einhendur. Tvíhendurnar eru T3H (áður T2H) í Radian gæðaflokknum en A4 tvíhendan heitir L2H. A3 stöngin er enn til bæði sem einhenda og einnig 11 til 12,5 feta fyrir línu sex til átta. Greininni um "Flugulínur fyrir Scott tvíhendur" er loks ætlað að auðvelda veiðimönnum val á línum fyrir þessa tegund stanga.

Fyrsti apríl er í næstu viku. ÁRVÍK óskar veiðimönnum farsæls og fengsæls veiðisumars.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...