Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
24.03.14
IFTD: Fishpond fékk ţrenn verđlaun
IFTD: Fishpond fékk...

Engilsaxar eiga sér orðtak sem hlóðar svo: "Imitation is the sincerest form of flattery" sem mætti þýða þannig að eftirlíkingin segi meira en mörg orð um það hversu merkileg frummyndin er. Þeir sem framleiða fallega hönnun og vandaðar vörur verða iðulega fyrir þessu. Fishpond er eitt af þeim fyrirtækjum sem við seljum fyrir, sem verður fyrir því að jafnvel þekktir seljendur reyna að stæla hönnun þeirra. Þetta fylgir því að vera í fremstu röð.

Og Fishpond var svo sannarlega í fremstu röð á IFTD fluguveiðisýningunni Orlando í Bandaríkjunum á síðasta ári og sópaði til sín verðlaunum. Fispond fékk þrenn verðlaun á sýningunni. Westwater Zippered Duffel fékk fyrstu verðlaun sem "Best luggage", Vaquero Waxed Canvas Vest fékk fyrstu verðlaun sem "Best Chestpack / Vest" og bakpokinn Black Canyon Backpack fékk fyrstu verðlaun sem "Best Eco-Friendly Product. ÁRVÍK hóf að selja vörur úr Westwater-línunni á síðasta ári. Má þar nefna Westwater Backpack ( vörunúmer FP4476) og Westwater Roll Top Duffel (vörunúmer FB4568). Verðlaunavörurnar koma í sölu í sumar en hér að neðan má sjá mynd af vörunum:

Vaquero Waxed Canvas Vestið

Black Canyon Backpack

Westwater Zippered Duffel

(taskan er einnig til í gráum lit)

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...