Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Fréttir
24.03.14
IFTD: Fishpond fékk ţrenn verđlaun
IFTD: Fishpond fékk...

Engilsaxar eiga sér orðtak sem hlóðar svo: "Imitation is the sincerest form of flattery" sem mætti þýða þannig að eftirlíkingin segi meira en mörg orð um það hversu merkileg frummyndin er. Þeir sem framleiða fallega hönnun og vandaðar vörur verða iðulega fyrir þessu. Fishpond er eitt af þeim fyrirtækjum sem við seljum fyrir, sem verður fyrir því að jafnvel þekktir seljendur reyna að stæla hönnun þeirra. Þetta fylgir því að vera í fremstu röð.

Og Fishpond var svo sannarlega í fremstu röð á IFTD fluguveiðisýningunni Orlando í Bandaríkjunum á síðasta ári og sópaði til sín verðlaunum. Fispond fékk þrenn verðlaun á sýningunni. Westwater Zippered Duffel fékk fyrstu verðlaun sem "Best luggage", Vaquero Waxed Canvas Vest fékk fyrstu verðlaun sem "Best Chestpack / Vest" og bakpokinn Black Canyon Backpack fékk fyrstu verðlaun sem "Best Eco-Friendly Product. ÁRVÍK hóf að selja vörur úr Westwater-línunni á síðasta ári. Má þar nefna Westwater Backpack ( vörunúmer FP4476) og Westwater Roll Top Duffel (vörunúmer FB4568). Verðlaunavörurnar koma í sölu í sumar en hér að neðan má sjá mynd af vörunum:

Vaquero Waxed Canvas Vestið

Black Canyon Backpack

Westwater Zippered Duffel

(taskan er einnig til í gráum lit)

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...