Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
29.08.13
Nýjar vörur
Nýjar vörur...

Aquaz hefur framleitt vöðlur frá árinu 1986. Í ár hefur úrval okkar af vörum frá þeim aukist töluvert. Nýju Dryzip-vöðlurnar bættust nú í hóp þeirra sem fyrir voru. Þetta eru vöðlur með vatnsheldum rennilás og fimm laga Aqualex® Duratek efni neðan hnés til þess að gera vöðlurnar endingarbetri. Með því að slá inn orðinu Dryzip í leitargluggann í hægra horninu má skoða vöðlurnar nánar.

Þetta eru Dryzip vöðlurnar. Þær eru svipaðar útlits og BRJ205S en eru fimm laga og með vatnsheldum rennilás.


Aquaz BB212FS vöðluskórnir voru nú á hagstæðara verði þannig að unnt var að lækka verð þeirra í 24.900 krónur. Þeir eru til í stærðum 9 til 13, eða 40/41 til 48 ef evrópsku númerin eru notuð.

Klæddur í Aquaz vöðlujakka, Dryzip vöðlur og Aquaz BB212FS vöðluskó. Hjálparfoss er í baksýn.


Flís (Fleece) undirfötin hafa strax fengið góðar viðtökur (vörunúmer: AQECOFL) og AQ20 hanskarnir sem eru bæði belgvettlingar og grifflur henta vel bæði í stangveiðina og skotveiðina. Þá tókum við inn nýja gerð af vöðlujökkum, AQBR1013. Þeir eru 100% vatnsheldir, úr þriggja laga öndunarefni. Frágangur á ermum við úlnlið gerir veiðmanninum kleift að stinga hönd í kalt vatn án þess að blotna. AQGV701 er létt veiðivesti þar sem sama stærðin hentar öllum.


Nú, þegar gæsaveiðtíminn fer í hönd, má minna á neoprene-vöðlurnar (vörunúmer: AQNF200S) og sérstaklega 50/50 vöðlurnar sem eru úr þriggja laga öndunardúk að ofan en skálmarnar eru úr 3 mm neoprene. Sokkurinn er 4 mm eðlisþétt neoprene. Vörunúmerið er AQBRJ701S fyrir þá sem vilja skoða vöðlurnar nánar.

AQBRJ701S - vöðlurnar

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...