Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
13.08.13
Ţurrflugubox
Ţurrflugubox...

Þurrflugubox þurfa að hafa þann eiginleika að hvert hólf sé með loki. Ástæðan er einföld: Vindurinn. Þurrflugurnar er iðulega lausar í hólfum og það er mikið tap að missa innihald úr heilu fluguboxi út í buskann.

Þurrfluguboxin, sem ÁRVÍK hf. tók í sölu frá Leeda í sumar mæta þessum kröfum. Minna boxið LE 9253 er svart, 3,5 sm þykkt og handhægt í vasa, 10 sm x 12 sm. Verðið er 990 krónur. Hitt boxið er glært og tvöfalt þannig að flugurnar sjást vel. Stærðin er 16,5 sm x 9,5 sm og þykktin 4 sm. Verð þess er einungis kr. 690 sem er leiðbeinandi smásöluverð.
                  
                                                            LE 9253                                                              LE 9208

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...