Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
12.08.13
Túpubox
Túpubox...

Kamasan þríkrækjurnar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal þeirra íslensku veiðimanna sem veiða á túpuflugur. Og þeim fer sífellt fjölgandi sem það gera. B990 þríkrækjurnar fást í öllum veiðivöruverslunum og fjöldi leiðsögumanna skiptir út þríkrækjum hjá þeim veiðimönnum sem þeir leiðsegja ef þeir eru með aðrar þríkrækjur. Því miður er No. 14 enn sú minnsta sem er fáanleg en sífelldar fyrirspurnir veiðimanna um minni þríkrækjur skila vonandi smærri útgáfu fyrr en síðar.

CF1401Box undir túpuflugur hafa tekið miklum framförum. Lengi vel var CF1401 eina túpuboxið sem við buðum upp á frá C&F en í sumar komu tvær nýjar útgáfur í sölu frá C&F. Bæði boxin eru algjörlega vatnsheld. Leiðbeinandi smásöluverð er kr. 5.990. CF2405H boxið er fyrir styttri túpur en CF2403V er fyrir lengri túpur. Boxin eru einnig með raufum fyrir 20 flugur. Tvö hólf með loki henta fyrir keilur og kúlur.

                             

                                      CF2405H                                                                          CF2403V

Þá bjóðum við upp á afar hentugt box í Vuefinder seríunni, LE2097. Boxið er tvöfalt með glæru loki og botni þannig að túpurnar sjást vel. Að ofan eru hólf fyrir langar túpur og króka en botninn er með fimm hólfum fyrir styttri túpur. Verðið er hagstætt en leiðbeinandi smásöluverð er kr. 4.700.

LE2097
Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...