Allar vörur vikunnar
UV LJÓS STÓRT - UV BENCH LIGHT

Vörunúmer: LOF6102

UV BENCH LIGHT ljósið frá Loon er öflugt UV vasaljós. Festing fyrir belti fylgir ásamt rafhlöðu. Ljósið notar eina AA rafhlöðu. Ljósið er 9 sm langt, svart, gert úr gæða-áli (aircraft grade). Ljósið ætti að herða UV efni á 15 sekúndum. Ljósið er stillanlegt til þess að beina betur geislanum við hnýtingar.

Varúð: Ljósið er ekki leikfang og ekki ætlað börnum. LED ljós geta valdið augnskaða. Látið ljósið ekki skína í augu og beinið því ekki að endurskinsefnum þannig að horft sé í geislann.

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH

FLUORESCING UV CLEAR FLY FINISH er nýtt lakk frá LOON

Það gerir fluguna sýnilegri í vatni. Fluorescing vörurnar frá LOON nýta UV geisla sólarinnar sem ná undir yfirborð vatnsins og endurkasta lit sem verður sýnilegri fiskinum. Lakkið tekur sig þegar Loon UV ljósi er beint að lakkinu.

Lakkið má nota til þess að búa til vænghús, lakka haus, eða búk, allt eftir óskum.

Vörunúmer: LOF0120UV

HNÝTINGAÁHALDASETT - FLY TYING TOOL KIT

Vörunúmer: LOF1200

Þetta sett með hnýtingaáhöldum frá LOON geymir flest nauðsynlegustu áhöldin til hnýtinga. Í settinu eru tvenn skæri, keflishalda, nál, tól fyrir endahnútinn, dubbingbursti og fleira. Settið er kærkomið fyrir byrjandann sem vantar helstu áhöldin eða fyrir þann sem vill hafa áhöldin á sama stað. Öllum áhöldunum er haganlega komið fyrir í þartilgerðu boxi eins og myndirnar sýna.

Fréttir
31.05.13
Stonfo frá Ítalíu
Stonfo frá Ítalíu...

ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á tækjum og tólum til fluguhnýtinga sem framleidd eru af Stonfo á Ítalíu. Þetta eru afar vel smíðuð og hönnuð verkfæri sem gefa hnýtingunum aukna ánægju. Stonfo framleiðir einnig ýmsa aðra smávöru til fluguveiði sem mun einnig verða á boðstólum. Þetta er góð viðbót við verkfærin sem við bjóðum frá C & F í Japan og Griffin í Bandaríkjunum.

Í fyrstu býður ÁRVÍK upp á tvær gerðir af hnýtingaþvingum fyrir borðfestingu. Þetta eru Morsetto Flylab þvinga (vörunúmer ST1024) sem við mælum með sem fyrstu kaup fyrir byrjendur. Þeir, sem eru reiðubúnir að festa aðeins hærri fjárhæð í kaup á þvingu, ættu að íhuga kaup á Morsetto Flytec gerðinni (vörunúmer ST1048). Þvingan á myndinni, sem kynnir fréttina, er af þeirri gerð.

Túpuflugur eiga vaxandi vinsældum að fagna en erfitt hefur verið að fá hérlendis tól til þess að setja í þvingur til þess að auðvelda hnýtingar á túpum. Túputólið frá Stonfo leysir þann vanda, vörunúmer ST1390. Þá er Stonfo að setja á markað sérstaka þvingu fyrir túpuflugur, Morsetto Tubefly eins og sjá má á eftirfarandi mynd:

Þessi þvinga verður kynnt á EFTTEX sýningunni í Vín í næsta mánuði, júní 2013. Verður hún til sölu hjá okkur síðar í sumar. Einnig munum við þá taka í sölu aðra nýjung, sem er Morsetto Kaiman þvingan, en hún hentar vel þeim sem hnýta mikið og vilja vera fljótir að skipta um öngul í þvingunni. Þvingan er útbúin með handfangi, sem gerir allar skiptingar auðveldar og fljótlegar,  eins og myndin sýnir:

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Frá og með 1. júlí nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til...
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...