Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
31.05.13
Stonfo frá Ítalíu
Stonfo frá Ítalíu...

ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á tækjum og tólum til fluguhnýtinga sem framleidd eru af Stonfo á Ítalíu. Þetta eru afar vel smíðuð og hönnuð verkfæri sem gefa hnýtingunum aukna ánægju. Stonfo framleiðir einnig ýmsa aðra smávöru til fluguveiði sem mun einnig verða á boðstólum. Þetta er góð viðbót við verkfærin sem við bjóðum frá C & F í Japan og Griffin í Bandaríkjunum.

Í fyrstu býður ÁRVÍK upp á tvær gerðir af hnýtingaþvingum fyrir borðfestingu. Þetta eru Morsetto Flylab þvinga (vörunúmer ST1024) sem við mælum með sem fyrstu kaup fyrir byrjendur. Þeir, sem eru reiðubúnir að festa aðeins hærri fjárhæð í kaup á þvingu, ættu að íhuga kaup á Morsetto Flytec gerðinni (vörunúmer ST1048). Þvingan á myndinni, sem kynnir fréttina, er af þeirri gerð.

Túpuflugur eiga vaxandi vinsældum að fagna en erfitt hefur verið að fá hérlendis tól til þess að setja í þvingur til þess að auðvelda hnýtingar á túpum. Túputólið frá Stonfo leysir þann vanda, vörunúmer ST1390. Þá er Stonfo að setja á markað sérstaka þvingu fyrir túpuflugur, Morsetto Tubefly eins og sjá má á eftirfarandi mynd:

Þessi þvinga verður kynnt á EFTTEX sýningunni í Vín í næsta mánuði, júní 2013. Verður hún til sölu hjá okkur síðar í sumar. Einnig munum við þá taka í sölu aðra nýjung, sem er Morsetto Kaiman þvingan, en hún hentar vel þeim sem hnýta mikið og vilja vera fljótir að skipta um öngul í þvingunni. Þvingan er útbúin með handfangi, sem gerir allar skiptingar auðveldar og fljótlegar,  eins og myndin sýnir:

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...