Fréttir
03.05.12
Útsala á Scientific Anglers System fluguhjólum
Útsala á Scientific...


Árvík á enn til breitt úrval af fluguhjólum frá Scientific Anglers. Þessi hjól verða á útsölu með 30% afslætti í maí og júní í sumar, eða á meðan birgðir endast. Þetta eru System 1, System 2, System 2L og System 2 Large Arbor hjólin. Einnig er til gott úrval af spólum fyrir þessi hjól.

Hjólin og spólurnar má finna í vörulista vefverslunarinnar. Þau eru undir Flugu- og kasthjól (1207) í listanum Veiðvörur - vefverslun efst í vinstra dálki undir Vefverslun. Verðið sem þar kemur fram er afar hagstætt en samt á eftir að reikna 30% afslátt frá því verði. Það má gera með því að margfalda verðið með 0,7. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu. Þegar greitt er með kreditkorti reiknar Árvík afsláttinn áður en kaupin eru bókuð á kortið en þeir sem leggja inn á reikning fyrir kaupunum þurfa að lækka verðið um afsláttinn. Ef einhver ofgreiðir fyrir mistök verður það sem ofgreitt er endurgreitt strax.


Sem dæmi má nefna að System 2 Large Arbor hjólin kosta krónur 29.900 en með 30% aflætti 20.930 krónur (29.900 x 0,7). System 2L 45 hjólið kostaði áður 16.900 krónur en lækkar í 11.830 krónur með 30% afslætti. Þau hjól og spólur sem eru á útsölu eru auðgreind frá öðrum fluguhjólum og spólum á því að vörunúmerið byrjar á SA. Sem dæmi má nefna stærsta Large Arbor hjólið, 890, fyrir línuþyngdir 8, 9 og 10. Vörunúmerið er SA802186.

Kaupendum er bent á að hjól og spólur verða póstlagðar á virkum dögum að kvöldi dags, sama dag og varan er pöntuð. Unnt verður að sækja vöruna til okkar samdægurs og spara þannig flutningskostnað ef pöntun er gerð fyrir hádegi. Að öðrum kosti verður varan til afgreiðslu daginn eftir. Þetta gildir að sjálfsögðu svo lengi sem birgðir endast enda er magnið takmarkað.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...