Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
30.08.11
Gríptu gćsina
Gríptu gćsina...

Þetta orðatiltæki þýðir, eins og flestir vita, misstu ekki af tækifærinu. Í þessu samhengi má gjarnan minna veiðimenn á útsöluna á flugulínunum en útsalan hefur nú verið aukin og framlengd til 18. september 2011.

Gæsaveiðin er einnig hafin. Nýju Catch-sólgleraugun í felulitunum (vörunúmer: CMSUNC) geta gagnast gæsaveiðimönnum sérlega vel. Þegar sól lækkar á lofti skín hún oft beint í augu manna við þær aðstæður. Misdökkar skiptanlegar linsur koma sér þá vel. Einnig er daginn farinn að stytta. Þegar skuggsýnt er orðið er gott að geta sett linsu í umgjörðina sem ljómar upp umhverfið.


Þegar myrkrið skellur á er loks gott að geta gripið til ennisljóssins frá Loon (vörunúmer LOF6000). Ennisljósið kostar 4.400 krónur en sólgleraugun 8.990 krónur. Báðar vörurnar má sjá í vefversluninni. 

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...