Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
04.08.11
Útsala á flugulínum - Nú ber vel í veiđi
Útsala á flugulínum...

Gott úrval af flugulínum verður á útsölu á kostakjörum hjá okkur út ágúst. Þetta eru valdar gerðir af flugulínum frá Scientific Anglers. Þessar flugulínur eru nú boðnar með 30% afslætt frá verði fyrir hrun sem þegar var afar hagstætt. Útsalan stendur aðeins í fjórar vikur. Henni lýkur 31. ágúst 2011 eða fyrr ef allar línurnar seljast fyrir þann tíma. Línurnar eru í vefversluninni á venjulegu verði en 30% afsláttur reiknast við afgreiðslu. Einfalt er að finna endanlega verðið með því að margfalda gamla verðið með 0,7. Flugulína, sem kostaði 6.990, er þannig boðin á kr. 4.893.

Þær línur, sem eru á útsölunni, eru í fjórum flokkum. Fyrst má nefna Quad Tip línuna sem er með fjórum lausum endum í sér veski. Einn endinn flýtur en hinir þrír sökkva en mishratt. Þessi lína sparar þrjár aukaspólur. Verðið var 12.990 krónur en hún kostar 9.093 krónur á útsölunni.

Þá má nefna Windmaster-línuna en hún er bæði til sem flotlína og hægsökkvandi lína. Línan er hönnuð til þess að kast móti vindi. Línan hentar vel í miklum mótvindi. Venjulegt verð línunnar hjá okkur er 6.990 krónur en er 4.893 krónur á útsölunni.

Þriðji flokkurinn eru tvíhendulínurnar. Nú bjóðum við allar Spey línurnar með 30% afslætti. Þetta eru línur sem heita Spey, Spey Classic, Spey Shorthead Multi-Tip, Spey XLT og Tri Tip Spey. Unnt er að finna línurnar með því að smella á nafn þeirra hér á síðunni. Dýrasta línan, Multi-Tip línan, var á krónur 14.995 en býðst nú á krónur 10.497 á útsölunni.

Síðast en ekki síst má nefna Trout-línurnar. Nýja Ultimate Trout Sharkskin línan lækkar úr kr. 9.590 í kr. 6.713 krónur og  Mastery Trout línan verður til sölu á krónur 4.893 en venjulegt verð okkar er 6.990 krónur á Mastery línunum.

Kaupendum er bent á allar línur verða póstlagðar á virkum dögum að kvöldi dags, sama dag og þær eru pantaðar. Unnt er að sækja línurnar til okkar samdægurs, og spara þannig flutningskostnað, ef pöntun er gerð fyrir hádegi. Að öðrum kosti verður línan til afgreiðslu daginn eftir. Þetta gildir að sjálfsögðu svo lengi sem birgðir endast enda er magnið takmarkað.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...