Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
19.07.11
Flugulínurnar frá Northern Sport
Flugulínurnar frá...

Nokkrir vinir okkar hafa verið svo vinsamlegir að prófa nýju línurnar frá Northern Sport fyrir okkur í veiði. Einn fyrrverandi formaður ÁRMANNA, Ragnar Hólm Ragnarsson (sjá mynd) og núverandi formaður, Eiríkur Indriði Bjarnason, eru meðal þeirra sem gerðu okkur þennan greiða. Báðir reyndu þeir ,,X-High“ flotlínuna.

Eiríkur Indriði sendi okkur þessa umsögn: ,,Þetta er alveg frábær flugulína og reyndist mér vel í Svartá í Skagafirði í 4°C lofthita og 5°C vatnshita. Reyndar fór loft-hitastigið einn daginn alveg í 15°C og vatnshiti upp í 10° en hina tvo dagana var kalt eins og fyrr segir.“

Ragnar Hólm tók í sama streng: ,,Hún er alveg prýðileg, vindur ekkert upp á sig og flýtur vel og gott er að kasta henni. Til marks um það er að ég notaði hana hér um bil eingöngu í vötnunum á Arnarvatnsheiði undir lok júní þar sem þarf auðvitað nokkuð löng köst og dugði fjarkinn vel.“ Taldi Ragnar sig geta vel mælt með línunni, ,,enda verðið mjög hagstætt og línan góð“ eins og Ragnar tók fram.

Norther Sport línurnar eru framleiddar í Kanada fyrir norðurslóðir. Fyrirtækið hefur rúmlega aldarfjórðungsreynslu af framleiðslu á flugulínum. Línurnar henta vel fyrir íslenskar aðstæður og verðið er sérstaklega hagstætt miðað við gæði.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...