Fréttir
22.03.11
Veiğibúğin viğ Lækinn selur Scott
Veiğibúğin viğ...

Veiðibúðin við Lækinn hefur tekið upp náið samstarf við ÁRVÍK um sölu á Scott flugustöngum. Mun Veiðbúðin bjóða upp á gott úrval af Scott stöngum sem verða til sýnis og sölu í versluninni.

Scott flugustangirnar eru Hafnfirðingum að góðu kunnar. Veiðibúð Lalla, á meðan hún var og hét, seldi mikið af Scott stöngum og komust þá margir Hafnfirðingar í kynni við þessa gæðagripi. Nú hefur Veiðbúðin tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ef stöngin er ekki til í versluninni eru mestar líkur á að hún geti verið til síðar um daginn, þess vegna á meðan beðið er, ef viðskiptavinurinn má vera að því að staldra við.

Veiðibúðin er boðin velkomin í hóp sérstakra útsölustaða á Scott stöngum. Aðrir útstölustaðir á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig er kallað Stór-Hafnarfjarðarsvæðið búi menn í Hafnarfirði, eru Intersport í Bíldshöfðanum og Veiðiportið úti á Granda.

Deila fréttDeila frétt
Nıjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboğ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...