Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
22.03.11
Veiđibúđin viđ Lćkinn selur Scott
Veiđibúđin viđ...

Veiðibúðin við Lækinn hefur tekið upp náið samstarf við ÁRVÍK um sölu á Scott flugustöngum. Mun Veiðbúðin bjóða upp á gott úrval af Scott stöngum sem verða til sýnis og sölu í versluninni.

Scott flugustangirnar eru Hafnfirðingum að góðu kunnar. Veiðibúð Lalla, á meðan hún var og hét, seldi mikið af Scott stöngum og komust þá margir Hafnfirðingar í kynni við þessa gæðagripi. Nú hefur Veiðbúðin tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ef stöngin er ekki til í versluninni eru mestar líkur á að hún geti verið til síðar um daginn, þess vegna á meðan beðið er, ef viðskiptavinurinn má vera að því að staldra við.

Veiðibúðin er boðin velkomin í hóp sérstakra útsölustaða á Scott stöngum. Aðrir útstölustaðir á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig er kallað Stór-Hafnarfjarðarsvæðið búi menn í Hafnarfirði, eru Intersport í Bíldshöfðanum og Veiðiportið úti á Granda.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...