Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
15.11.10
Jólagjöf veiđimannsins.
Jólagjöf...

Mörgum reynist það erfitt að finna gjafir handa veiðimanninum í fjölskyldunni. Ekki endilega vegna þess að hann á allt, heldur fremur hitt að við veiðimenn höfum iðulega mjög ákveðnar skoðanir á þeim tækjum, tólum og búnaði sem við viljum nota. Línan verður t.d. að passa við stöngina og hjólið sömuleiðis. Og þegar við höldum að lausnin sé fundin þá þarf að svara því hvort línan á að fljóta öll, sökkva í endann eða jafnvel öll. Við þetta bætist alls konar sérviska og mismunandi reynsluheimur.

Við þessu er besta ráðið að fá veiðimanninn sjálfan til þess að skrifa upp óskalista. Jólagjafahandbókin okkar hér á síðunni er hjálp í þeim efnum. Einnig er hægt að skoða vörulistann okkar allan eftir vöruflokkum og velja út gjafir eftir efnum og ástæðum. Við hjá ÁRVÍK þykjumst þess viss að flestir veiðimenn geta skrifað upp langan óskalista ef þeir skoða úrvalið hér á síðunni. Flestar vörurnar okkar geta verið til í næstu veiðivöruverslun ef okkur er send lína þess efnis á netfangið arvik@arvik.is. Einnig er að sjálfsögðu hægt að panta allar vörurnar í vefversluninni okkar.  

Jólagjöf veiðimannsins

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...