Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
15.11.10
Nýjar vörur daglega
Nýjar vörur daglega...

Sumar verslanir geta auglýst að þær taki í sölu nýjar vörur daglega. Sú er ekki raunin hjá okkur en þó, þegar að er gætt, hefur ótrúlega mikið af nýjum vörum bæst við vöruúrval okkar í sumar og haust.

Frá Scott höfum við tekið inn meira úrval af stöngum fyrir léttari línur. A3 og S4 stangir fyrir línu þrjú eru nú lagervara. Einnig höfum við tekið á lager G2 stöngina sem er eitt af flaggskipunum frá Scott. Wychwood er nýtt vörumerki hjá Leeda. Truefly-hjólin og Aura og Truefly-stangirnar koma þaðan og einnig Profil-hjólin sem bera Leeda nafnið.

C&F eru alltaf með eitthvað nýtt. Stóru vatnsheldu boxin eru nú einnig til í stærð ,,medium“ og ,,small“. Einhverjum kann að finnast þessi box í of mikið lagt til þess að verja flugur fyrir veðri og vindum. Box sem tekur 750 flugur, sem hver kostar 300 krónur, og varnar því að öngullinn ryðgi er að verja 225.000 króna fjárfestingu. Það má nokkru til kosta.

Loon er nú með allt lakkið í nýjum betri umbúðum. Það er nauðsynlegt að eiga gott lakk áður en hnýtingarnar hefjast. Önnur snjöll nýjung frá Loon er SharkTooth-teygjubandið. Bandið heldur taumefninu á spólunni og tönnin sker tauminn í réttri lengd.

Þannig mætti áfram telja. Við mælum með að veiðimenn renni yfir vörulistann okkar og útbúi sér lista yfir það sem vantar fyrir næsta vor. Ef óskalistinn er skilinn eftir á áberandi stað er aldrei að vita hvað mönnum kann að áskotnast í jóla- eða afmælisgjöf.

 

 

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...