Fréttir
11.11.09
Kort af Þingvallavatni og veiðistöðum
Kort af...



Hinn 19. október síðastliðinn birtist hér á vefnum grein um veiði í Þingvallavatni eftir Sigurð G. Tómasson. Þegar greinin birtist voru ekki í henni kort af Þingvallavatni og veiðistöðum eins og til stóð. Nú hefur verið bætt úr þessu og birtast nú í greininni tvö kort sem Ólafur Valsson hefur gert fyrir ÁRVÍK af Þingvallavatni og veiðistöðum í landi Þjóðgarðsins. Kortin hjálpa vonandi veiðimönnum að finna helstu veiðistaði við vatnið og þá sem Sigurður nefnir í grein sinni. Þeim, sem vilja kynna sér nánar fæðuhætti bleikjunnar í vatninu, má benda á grein eftir Hilmar J. Malmquist, Sigurð S. Snorrason og Skúla Skúlason. Greinin birtist í ritinu Náttúrufræðingurinn á árinu 1985 (55 (4) bls. 195 til 217). Hún fjallar um fæðuhætti bleikjunnar í Þingvallavatni.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...