Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
02.11.09
Kamasan - Aukiđ úrval
Kamasan - Aukiđ...Nýjar gerðir. Þrjár nýjar gerðir af Kamasan önglum standa nú veiðmönnum til boða. Þetta eru Carp Specialist önglarnir KA725, KA745 og KA775. Þessir önglar eru nú fáanlegir í 10 öngla pakkningum í stærðunum 2, 4, 6, 8 og 10. Pakkinn kostar 890 krónur. Önglarnir eru framleiddir úr stáli og eru sérstaklega oddhvassir og sterkir. 

KA725 öngullinn er með grubber lögun, þ.e. öngullinn er boginn með augað niður. KA745 öngullinn er beinn með teflon húð sem gerir hann endingarbetri og beittari. KA775 öngullinn er beygður með oddinn sveigðan inn á við sem gefur hámarksfestu. Meðfylgjandi myndir sýna þessa lögun betur:
                    KA725                                            KA745                                          KA775

100 öngla box  Þeir sem hnýta mikið eiga nú þess kost að kaupa KA110 Grubber önglana í 100 öngla pakkningum. Í fyrstunni bjóðum við upp á stærðir 10 og 12 til reynslu (vörunúmer KA11010C og KA11012C). Verðið er hagstæðara en að kaupa 25 öngla í boxi, eða 2.260 krónur. Hagstæðast er samt sem fyrr að kaupa í 1000 öngla pakkningum en þar er verðið 19.000 krónur pakkinn. Sú pakkning er sérstaklega hugsuð fyrir atvinnumenn í hnýtingum og er umfram þarfir flestra leikmanna.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...