Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
19.10.09
Ţingvallavatn
Ţingvallavatn...

Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaðurinn góðkunni, hefur ritað grein um Þingvallavatn sem er birt hér á heimasíðunni í efnisflokknum „Veiðistaðalýsingar“. Sigurður á sterkar rætur á Þingvöllum og þekkir vatnið vel.

Í grein sinni fjallar Sigurður um jarðfræði vatnsins og veiðina í vatninu að fornu og nýju. Í vatninu er að finna fjórar tegundir af bleikju, urriða og tvær tegundir hornsílis. Sigurður lýsir þessum tegundum og sérkennum þeirra. Hann segir frá veiðiaðferðum, veiðistöðum og flugum sem hafa gefist vel. Sigurður rifjar upp umhverfisslysið mikla þegar Sogið var stíflað og bakkar Sogsins stráðir skordýraeitrinu DDT. Þessi saga er aldrei of oft sögð. Þá vissu menn ekki betur. Það er breytt. Samt er ávallt þörf árvekni af því að enn gætir kæruleysis í umgengni við lífríkið. Má þar minna á malartöku í ám, flutning lifandi fiska milli vatnasvæða og „náttúrufikt“ sem viðgengst í nafni fiskiræktar. Sigurður bendir t.d. á að kvikasilfursmengun vegna afrennslisins frá Nesjavöllum sé óleyst mál og lítt kannað. Við, sem nú lifum, erum gæslumenn þeirrar náttúruperlu sem Þingvallavatn er og verðum að skila því óspjölluðu til komandi kynslóða.  

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...